Greinaflokkar
Fleiri innlegg

Grilluð Tomahawk Dry Aged Nautasteik með kartöflusalati & trufflugráðostasósu

Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur grillar hér alvöru steik – Dry Aged Tomahawk eins og það gerist best!

Hráefni

Kartöflusalat

200-300 gr Smælki kartöflur, soðnar

1 Hvítlauksrif, saxað

½ rauðlaukur, saxaður

10-20gr Graslaukur, saxaður

½ Gul paprika, söxuð

2 Greinar Dill

1msk Dijon sinnep

1msk Hunang

1-2 msk Rauðvínsedik

50 ml Torres Ólivuolía

Salt & svartur pipar

Sósa

100gr Gorgonzola

100ml Truffluolía

100gr Sýrður rjómi

2msk rauðvínsedik

2msk Hunang

Svartur pipar

Salt

Steik

800-900 gr Tomahawk Dry Aged Nautasteik frá Kjöthúsinu

Aðferð

Kartöflusalat

Sjóðið kartöflurnar, kælið & skerið í bita

Hrærið saman í skál Dijon sinnepi, hunangi, Rauðvínsedik & Olíu

Setjið Paprikuna, Rauðlaukinn, hvítlaukinn, graslauk, dill & kartöflurnar úti ásamt salt og pipar og hrærið saman.

Sósan

Hrærið öllu innihaldinu saman í mixer og kryddið til með salt og pipar

Steikin

Smyrjið Ólívuolíu á steikina

Kryddið með salt og pipar

Grillið þar til kjarnhiti er orðinn 56°c og hvílið í 10-15 mín

Þegar steikin er tilbúin borið fram með salatinu & sósunni

Tomahawk steikin rennur einstaklega vel niður þegar pöruð með Botter Appassimento rauðvíninu – Braðgmikið og í góðu jafnvægi.

Með þessum dísæta eftirrétt mæli ég með Hugel Gewurstraminer – Léttleikandi og frábær fulltrúi Alsace héraðs með mjúku og löngu eftirbragði sem gælir við bragðlaukana.

is_IS