Lindt er hágæðasúkkulaði sem er selt í 120 löndum víðsvegar um heiminn. Þekktast er súkkulaðið fyrir sína einstöku og mjúku áferð sem fær það til að bráðna í munni.
Að búa til hágæða súkkulaði er list sem þarf sérfræðikunnáttu og margra áratuga reynslu, aðeins þá er hægt að ná fram bestu gæðunum. Súkkulaðigerðarmeistar Lindt – Lindt Maitres Chocolatiers – standa flestu framar í faginu. Þeir vinna eftir sérstakri leyniuppskrift, gera gríðarlega háa gæðastandarda, hafa ástríðu fyrir fullkomnun og nota aðeins hágæða hráefnis.
Það er engin tilviljun að súkkulaðigerðarmeistar Lindt búa til súkkulaði ólíkt öllum öðrum.
Lindor kúlur
Óumdeilanlega eru rauðu lindor kúlurnar best þekkta varan frá Lindt. Leyndarmálið bakvið uppskriftina er fullkomnunin í fyllingunni en hún er mjúk og bráðnar í munnir. Fyrstu kúlurnar voru framleiddar árið 1949 í Sviss og í dag eru yfir 7000 Lindor kúlur borðaðar á hverri mínútu um allan heim.
Nafnið Lindor er samsett af ´´Lindt´´ og ´´Or‘‘ sem er franskt orð yfir gull – Gullið frá Lindt.
Lindt Excelence plöturnar
Frá árinu 1980 hefur Lindt framleitt hágæða dökkt súkkulaði – extra þunnar plötur með einstöku bragði sem bráðna hratt í munni. Eftirfarandi bragðtegundir eru í okkar vöruvali: Chilli, Orange, Sea salt, Caramel Sea Salt, Lime og 70% hreint súkkulaði.