Langley’s England framleiðir klassísk, gæða gin sem þekkt eru fyrir framúrskarandi handbragð og gæði.


Langley´s No. 8
Langley’s No.8 er tímalaust London Dry gin með mjúkri áferð sem dregur nafn sitt af þeim átta tilraunum sem það tók til að ná fullkomnu jafvægi í styrkleika, áferð og bragði.
Ginið inniheldur 100% enskt korn og klassískar plöntur til gin gerðar sem koma víðsvegar að á borð við Angelíku rót, múskat, Cassia börk og negul.

Langley´s Old Tom
Langley’s England Old Tom er klassískt, meðalsætt gin sem byggt er á stíl frá Victoríutímanum. Um er að ræða gæðagin sem minnir í bragði á liða tíma, enda byggt á uppskrift frá árinu 1891 sem inniheldur átta jurtir.

Langley´s First Chapter
First Chapter var gert til heiðra samkomulag milli grasafræðinga og áfengisgerðarmanna um að framleiða fyrsta flokks gin á viðráðanlegu verði. Langley´s sérhannaði þessa uppskrift með þetta arfleið í huga og notar 10 jurtir til að skapa hefðbundið enskt gin.
Í nefi má finna einiber með sítrónuberki sem rennur inn í kóríander.
Í bragði má finna meðalmikið bragð af einiberjum og sítrus. Létt, milt og mjög frískandi sem uppistaðan í hefðbundnum G&T.