John&John

7.990kr.

Nánari upplýsingar:

John John kartöfluflögur

Heimagerðu kartöflulögurnar frá John og John eru hugarsmíð þeirra John og John, tveggja vina frá litlum bæ í suðurhluta Englands. Jón bóndi ræktar kartöflur, handvelur bestu kartöflurnar á akrinum sínum og þvær þær síðan óskrælaðar, sker í þykkar sneiðar og eldar í hágæða sólblómaolíu.

Jón sjómaður, vinur hans, ferðast síðan um allan heim í leit að bestu kryddunum til að bragðbæta kartöflurnar sem vinur hans ræktar og eldar.

Niðurstaðan eru extra stökkar og extra bragðgóðar kartöfluflögur.

John & John flögurnar eru ekki aðeins gerðar úr enskum kartöflum heldur eru þær einnig framleiddar í Englandi. Ekki nóg með að kartöflurnar séu enskar, heldur eru ýmis önnur staðbundin hráefni notuð til framleiðslunnar á borð við eplaedik frá Aspall og handunninn cheddar ostur frá fjölskyldufyrirtækjum í Suffolk. Við þetta er svo blandað alþjóðlegum hráefnum; pipar frá Malabar, indverskum chilli og sjárvarsalti frá miðausturlöndum.

Allar flögurnar eru svo framleiddar án allra gerviefna eða rotvarnarefna, koma ekki frá erfðabreyttum matvælum og eru auk þess glútenlausar.

Flögurnar frá John John koma í 6 mismunandi bragðtegunum og eru fáanlegar í 150 gr. pokum og 40 gr. pokum.

 

Auk þess sem flögurnar eru sérlega bragðgóðar, hafa þær unnið til fjölda verðlauna fyrir fallega hönnun á umbúðum.

John John með sjávarsalti

John John með chilli og rauðum pipar

 

 

John John með eplaediki

John John með cheddarosti og graslauk

John John með sjávarsalti og svörtum pipar

John John rótargrænmeti

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð