Bava

7.990kr.

Nánari upplýsingar:

Bava fjölskyldan hefur ræktað vínvið í hæðum Cocconato þropsins á Ítalíu síðan á 17undu öld og árið 1911 byggði fjölskyldan sinn fyrsta vínkjallara. Síðan þá hafa fjórar kynslóðir haldið um stjórnartaumana og í dag er Bava Barberas heimsþekkt vörumerki.

Í dag á og rekur Bava fjölskyldan 55 vínekrur. Allar eru þær ræktaðar með “gamla” laginu, þ.e. af natni og nærgætni fyrir umhverfinu, þar sem sjálfbær landbúnaðarframleiðsla er höfð að leiðarljósi. Aðeins er notaður náttúrulegur áburður og ekkert skordýraeitur.

Í dag eru tvær tegundir af freyðivíni frá Bava í vöruvali okkar; Bava Malvasia og Bava Primosecolo, auk úrvals af hvítum og rauðum vínum.

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð