Fróðleikur
Það eru mörg tilefnin sem gefast um ævina til að koma vinum og vandamönnum saman. Fermingar, útskriftir, afmæli og brúðkaup eru algengust. Þegar skipuleggja á góða veislu verður að hugsa vel fyrir veisluföngum. Það fyrsta sem þarf að huga að er hvers konar veitingar eiga að vera í veislunni fyrirhuguðu. Á að bjóða upp á köku og kaffi eða snittur og pinnamat eða á að bjóða upp á margrétta máltið með öllu tilheyrandi.
Þegar fólk kemur saman til veisluhalda er ekki úr vegi að byrja veisluna með glasi af freyðivíni. Freyðivín eru mis sæt og mis þurr og fer val þeirra fyrst og fremst eftir smekk veisluhaldarans. Gott er að hafa í huga að þurrari fordrykkir örva matarlystina en sætari fordrykkir sefa hana.
Í veislum hafa hvítvín veigamiklu hlutverki að gegna með ýmsum réttum . Mikilvægt er að velja hvítvín sem passar vel með þeim réttum sem boðið er uppá. Hvítvín eru mis sæt eða þurr og mis eikuð. Gott er að hafa í huga að drekka hvítvín ekki of kælt.
Rauðvín eru eins misjöfn og þau eru mörg. Pörun við mat fer eftir eiginleikum rauðvínsins. Þumalfingursreglan er sú að því þyngri sem maturinn er því þygngra og bragðmeira skal rauðvínið vera. Rauðvín getur einnig passað vel með léttari mat en hafa þarf þá í huga að velja léttari og mýkri rauðvín.
Rósavín er skemmtilegur kostur þar sem þau geta verið fallegur fordrykkur en einnig góð með ýmis konar smáréttum. Rósavín eru tilvalin í léttar sumarveislur.
Hversu mikið vín þarf í veisluna?
Magnið fer eftir því hvernig veislu á að halda. Er um að ræða standandi borðhald þar sem boðið er upp á pinnamat eða er um sitjandi borðhald að ræða með nokkrum réttum. Algengasta viðmiðunin er að úr einni freyðivínsflösku fáist 7 glös og 5 glös úr léttvínsflösku. Standandi borðhald tekur yfirleitt skemmri tíma og því þarf minna magn áfengis. Í slíka veislu má áætla 1 glas af fordrykk og 2,5 glös af léttvíni á mann. Í sitjandi borðhaldi er yfirleitt áætlað 1,5 glas af fordrykk, 2,5 glös af hvítvíni, 3,5 glös af rauðvíni og 1 glas af eftirréttavíni.
Inn á vef Vínbúðar er búið að koma upp svokallaðri veislureiknivél þar sem þú getur fengið tilfinningu fyrir því magni sem þú þarft í þína veislu.
Góð ráð
- Betra er að bera fram þurrt og létt vín á undan þungu og sætu.
- Betra er að bera fram vín með minna alkóhóli á undan því sem inniheldur meira.
- Betra er að bera fram ungt vín á undan gömlu.
- Betra er að bera fram þung og bragðmikil vín með þungum og bragðmiklum mat og svo aftur létt og mild vín með léttum mat.
- Kryddað vín hentar betur með krydduðum mat, og mildari vín með mildum mat.
Karl K. Karlsson býður fólki að koma í heimsókn og smakka vín sem velja á í veisluna. Í langflestum tilfellum finnur fólk vín sem passa bæði bragðskyninu og buddunni. Oft vill ákvörðunin um vínin vaxa þeim í augum sem að valinu standa. Því er gott að leita ráða hjá víngæðingum sem aðstoða fólk við að velja réttu vínin í veisluna.
Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar í síma 540-9000 eða soludeild@kallik.is