Vín vikunnar – Sangre de Toro

Vín vikunnar hjá okkur að þessu sinni er Sangre de Toro frá spænsku víngerðinni Torres.

Um birgjann: Aðra vikuna í röð kynnum við vín frá spænsku víngerðinni Torres. Eins og við komum inn á í síðustu viku var Torres á dögunum valinn virtasti vínframleiðandi í heimi af vínfagmönnum. Ein af þónokkrum ástæðum fyrir því vali er rík áhersla Torres á umhverfisþátt starfseminnar, og hefur sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa verið leiðarstef í framleiðslu á vínum fyrirtækisins.

Árið 2007 kom Torres fjölskyldan af stað verkefninu „Torres and Earth“ til að takast á við þær áskoranir sem vínræktin stendur frammi fyrir vegna hlýnun Jarðar. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 30% á hverja framleidda flösku fyrir árið 2020.

Eftirfarandi verkefnum hefur síðan verið hrundið af stað:

  • Upprunaleg fjárfesting upp á 10 milljónir evra til að breyta raforkukerfi framleiðslunnar
  • Fjárfesting í skógræktarverkefnum í Katalóníu
  • The biomass boiler – lífmassaketillinn – notar lífrænan úrgang sem fellur í framleiðsluferlinu, s.s. hrat berjanna, til raforkuframleiðslu. Þessi uppsetning hefur dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um heil 90% á vínekrum fyrirtækisins í Katalóníu.
  • Bílafloti fyrirtækisins hefur verið rafbílavæddur
  • Regnvatni er safnað saman og vatn er endurnýtt
  • Stuðlað hefur verið að fjölbreytileika vistkerfisins með því að vernda búsvæði fugla, dýra og plantna

Þess að auki vinnur Torres náið með samstarfsaðilum sínum til að minnka vistspor í allri virðiskeðju, bæði við framleiðslu á vörunni en einnig við flutning til neytenda. Ennfremur hefur Torres unnið náið með ríkisstjórnum þeirra landa sem það starfrækir framleiðslu sína til að leita leiða til að minnka vistspor víniðnaðarins í heild sinni.

Um vínið: Sangre de Toro hefur verið framleitt af Torres fjölskyldunni síðan 1954 og er eitt mest þekkta spænska vínið í heiminum í dag, fáanlegt í yfir 140 löndum. Um er að ræða blöndu af Garnacha og Cariñena, sem eru báðar einkennandi fyrir upprunasvæði vínisins sem er Katalóníuhérað, heimavöllur Torres.
Nafnið er vísun í rómanska guð vínsins, Bakkus sjálfan, sem fyrr á öldum var gjarnan nefndur Sonur nautsins.

Á lit er að það djúp kirsuberjarautt og í nefni má finna ríkan ilm af dökkum berjum. Í munni má finna vel þroskaðar ferskjur og ristaða kaffi með keim af lakkrís.

Vínið parast fullkomlega með kraftmiklum kássum, villibráð og hrísgrjónaréttum. Best borið fram við 17ºC.

Vínið er fáanlegt í sjö verslunum Vínbúða.

Tilboð vikunnar: Skráðu þig í vínklúbbinn okkar til að fá upplýsingar um vín vikunnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð