Víkurhvarf 1

203 Kópavogur

Símanúmer:

+354 540 9000

9-16 alla virka daga

Kíktu við í heimsókn til okkar

Vín vikunnar hjá okkur að þessu sinni er Pazo Das Bruxas frá spænsku víngerðinni Torres.

Um birgjann: Spænski léttvínsframleiðandinn Torres er Íslendingum að góðu kunnur, enda hafa Torres vín verið fáanleg hérlendis um áratuga skeið. Á dögunum var Torres valinn virtasti vínbirgi heims af fagmönnum í vínbransanum, en það er breska tímaritið Drinks International sem stendur árlega fyrir uppsetningu listans. Gerðum við þessu vali góð skil á heimasíðu okkar á dögunum og verður hér vitnað í þá grein.

Annað árið í röð trónir Torres á toppi lista breska víntímaritsins Drinks Internatinal yfir virtustu víngerðir heims og er eina spænska og evrópska víngerðin sem hefur setið á toppnum þau sjö ár sem hann hefur verið tekinn saman.

Listinn er settur saman með því að fá álit yfir 100 sérfræðinga í vínfræðum (blaðamenn, vínþjónar, bloggarar, kennarar) sem beðnir eru um að velja þær þrjár víngerðir sem þeir dást mest að. Sérstaklega er litið til eftirfarandi þátta:

  • Vín framleiðandans halda eða bæta gæði sín milli ára.
  • Vínin endurspegla einkenni upprunasvæðis og/eða upprunalands.
  • Vínin taka mið af þörfum og væntingum kaupenda.
  • Umbúðir, pakkningar og markaðssetning.
  • Vínin höfða til breiðs hóps neytenda.

Listinn er með öllu óháður; framleiðendur geta ekki keypt sig inn á listann, enda er það langt í frá sjálfgefið að stærstu vínframleiðendurnir rati á listann.

En hver er ástæðan fyrir að Torres tróni á toppnum ár eftir ár? Umsagnir dómnefndar voru m.a. eftirfarandi:

„Torres er leiðandi í öllum þáttum bransans, frá vínræktuninni og víngerðinni til markaðssetningar, svo ekki sé minnst á umhverfissþáttinn“.

„Einn af fáum vínframleiðendum sem leggur mikla áherslu á að fjárfesta í rannsóknum og þróun á hverju einasta ári“.

„Torres er vörumerki þar sem þú veist að þú ert að fá mikil gæði í hverjum verðflokki, ekki síst í premium línunni, og heldur áfram að vera framleiðandi með mikla fjölskylduhefð þar sem gæðin eru umfram öllu“.

Um vínið: Pazo Das Bruxas er fáanlegt í fyrsta skiptið hérlendis í vínbúðum frá og með 1. maí. Um er að ræða hvítvín sem er 100% af Albariño þrúgunni.

Samkvæmt Galískum þjóðsögum hittust nornir (bruxas) reglulega í afkekktum sveitahúsum (Pazos) þar sem þær mögnuðu seiði með dansi og áfengu víni. Þaðan er nafnið fengið, en samkvæmt öruggum heimildum eru það góðar nornir sem prýða þennan miða og á það að boða góða lukku að dreypa á þessu göldrótta víni.

Vínið sjálft er gyllt á lit með grænum tónum og ber með sér einkenni Albariño þrúgunnar í bragði sem oft eru vínber, sítróna og blóm. Margslungið í nefi.

Vínið nýtur sín vel eitt og sér sem fordrykkur en parast vel með hvítum fiski og geitaosti.

Vínið er fáanlegt í fjórum verslunum Vínbúða.

Til að fá upplýsingar um tilboð á víni vikunnar getur þú skráð þig í vínklúbbinn okkar

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð