Vín vikunnar – La Masía Pinot Noir frá Marimar

Vín vikunnar hjá okkur að þessu sinni er La Masia Pinot Noir frá bandarísku víngerðinni Marimar.

Um birgjann:Vínframleiðandinn Marimar er skýrð eftir stofnanda sínum, Marimar Torres. Marimar er fædd inn í Torres fjölskylduna og er systir Miguel Torres sem nýlega hætti sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins til að rétta syni sínum, Miguel Torres yngri, kyndilinn.

Marimar rekur í dag tvær vínekrur sem báðar eru í Sonoma sýslu í Kaliforníu en fyrir það ferðaðist hún um Bandaríkin til að kynna fjölskylduvínin. Yfir 10 ára tímabil tókst henni að auka innflutning á Torres vínum úr 15.000 kössum á ári upp í 150.000 kassa, og er hún í dag þekkt sem einn besti sendiherra spænskra vína í Norður Ameríku.

Árið 1986 fluttist Marimar búferlum til Kaliforníu og kom á fót sinni fyrstu vínekru þar sem hún fór að einbeita sér að því að skapa sín eigin vín. Fyrri vínekran, sem skýrð var eftir föður hennar – Don Miguel, er 81 ekra að stærð og sú seinni, sem nefnd er eftir móður hennar – Dona Margarita, var komið á laggirnar nokkrum árum síðar. Eins og áður sagði eru báðar þessar vínekruru í Sonomo sýslu í Kaliforníu og er loftslagið þar tilvalið til að rækta Chardonnay og Pinot Noir þrúgur.

Öll vín sem framleidd eru undir merkjum Marimar eru einingis búin til úr þrúgum sem ræktaðar eru á sömu vínekrunni og hafa öll þau karaktereinkenni sem finna má í þeim jarðvegi þar sem þrúgurnar vaxa.

Auk ástríðu fyrir góðum vínum, hefur Marimar gefið út nokkrar matreiðslubækur þar sem spænskar og katalónskar uppskriftir fá að njóta sín.

Um vínið: La Masia Pinot Noir er 100% Pinot Noir rauðvín, ræktað á Don Miguel vínekrunni. Nafnið „La Masia“ þýðir sveitabýli á katalónsku og kannast einhverjir fótboltaunnendur við nafnið, þar sem hin virta knattspyrnuakademía Barcelona ber sama nafn. Í þessu tilviki er þó nafnið dregið af þeirri landslagshönnun sem ræður ríkjum á vínekrunni og heimspeki Marimar, sem gengur út á að rækta vín eftir hefðbundnum katalónskum aðferðum.

Vínið er látið liggja á frönskum eikartunnum og er tappað ósíuðu á flöskur.

Vínið er kirsuberjarautt á lit með meðalfyllingu, ósætt, ferskri sýru og miðlungstannínun. Í nefi má finna hindber, trönuber, laufkrydd og skógarbotn og í bragði má finna tóna af appelsínberki og granateplum. Best er að bera vínið fram við kjallarahita sem er 14 – 16° á celsius.

Vínið parast vel með ýmsum mat – má þar m.a. nefna lambakjöt, osta, smárétti og léttari villibráð.

La Masia Pinot Noir er fáanlegt í sjö verslunum Vínbúða og er á vínlistum fjölmargra veitingastaða. Þá má sérstaklega nefna að vínið er vín mánaðarins hjá veitingastaðnum Kol á Skólavörðustíg, auk Marimar Chardonnay frá sama framleiðanda.

Tilboð vikunnar: Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá upplýsingar um tilboð á víni vikunnar

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð