Vín vikunnar – Brolio Chianti Classico

Vín vikunnar hjá vínklúbbi Vín.is

Fyrsta vínið hjá okkur er ekki af lakara taginu. Við hefjum leikinn á Brolio Chianti Classico frá ítölsku víngerðinni Barone Ricasoli.

Um birgjann: Kjartan Sturluson, vínspekingurinn og fagurkerinn hárfagri á MinItalia, gerði víngerðinni frábær skil í bloggfærslu nýlega og verður hér gripið þar niður.

Vínhúsið Barone Ricasoli er eitt það elsta í heiminum sem verið hefur starfandi samfellt frá stofnun eða allt frá árinu 1141. Það má því segja að saga Ricasoli-fjölskyldunnar sé samofin sögu og þróun vínræktar í héraðinu Toskana á Ítalíu. Ricasoli-fjölskyldan á m.a. heiðurinn af upprunalegu þrúgusamsetningu Chianti-vínanna sem var í gildi þar til henni var breytt árið 1996 til þess að gefa vínframleiðendum aukinn sveigjanleika. Vínframleiðendur í Chianti eru í dag skyldugir til að nota að minnsta kosti 80% af þrúgunum Sangiovese við framleiðslu á Chianti Classico DOCG. Mikið hefur verið slakað á reglum undanfarin ár og hafa framleiðendur mun meira frjálsræði í dag en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum, t.d. þurfa framleiðendur í dag ekki að nota þrúgurnar Trebbiano, Malvasia og Canaiolo við gerð Chianti-vína og ennfremur leyfist þeim að nota 15% hlutfall af þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot.

Um vínið: Brolio Chianti Classico DOCG 2014, er að 80% hluta úr þrúgunni Sangiovese, 15% úr Merlot og 5% úr Cabernet Sauvignon. Vínið er fyrst látið þroskast í 9 mánuði á eikartunnum og síðan látið þroskast áfram á flöskum í 3-5 mánuði áður en það er sett á markað. Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum, vanillu og krydduðum tónum. Mikil fylling, fersk sýra, mjúk tannín og þó nokkuð langt eftirbragð. Flott vín í góðu jafnvægi.

Vínið er fáanlegt í verslunum Vínbúða.
Til að fá upplýsingar um tilboð á víni vikunnar getur þú skráð þig í vínklúbbinn okkar

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð