
Vín vikunnar hjá okkur að þessu sinni er Bolla Pinot Grigio frá ítölsku víngerðinni Bolla.
Um birgjann: Rekja má uppruna Bolla aftur til ársins 1883 þegar fyrsti vínkjallari framleiðandans lét dagsins ljós í smábænum Soave, skammt frá Verona. Gæði vínframleiðandans spurðust fljótt út og fór fyrirtækið snemma að flytja út vín, þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Svo mikilli hilli náðu þau í Bandaríkjunum að sagt er að Frank Sinatra hafi á tímabili ekki borðað á veitingastöðum nema þar væru vín frá Bolla á vínlistum og árið 1997 skipulagði Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York borgar, sérstakan hátíðarviðburð til að fagna 50 ára sögu Bolla vínanna í Bandaríkjunum.
Í dag framleiðir Bolla vín víðsvegar um Ítalíu og er með starfsemi í mörgum af helstu vínræktarhéruðum landsins. Meirihluta vína þeirra koma frá Veneto héraði, einu þekktasta vínræktarhéraði Ítalía, en þess að auki er fyrirtækið með vínekrur og framleiðslu í Toscana, Emilia-Romagna, Lombardia og Friuli.
Um vínið: Bolla Pinot Grigio er, eins og nafnið gefur til kynna, 100% af Pinot Grigio þrúgunni. Berin vaxa í norðausturhluta Ítalíu, í Veneto, Friuli og Trentino sem bjóða upp á kjöraðstæður fyrir þessa þrúgu, sem hefur á seinni árum orðið ein af vinsælustu hvítvínsþrúgunum.
Vínið sjálft er fölt á lit með ferskum sýrum og vandaðri áferð, þar sem finna má vott af ferskju, melónu, peru og límónu. Eftir einn sopa af þessu vandaða víni er auðvelt að skilja af hverju það hefur notið svona mikilla vinsælda hérlendis, sem og annarsstaðar.
Vínið parast vel með sjávarréttum, hvítu kjötu, pastaréttum og grilluðu grænmeti, auk þess að vera frábær fordrykkur.
Vínið er fáanlegt í fjölmörgum verslunum Vínbúða, bæði á Höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Þá er vínið fáanlegt á mörgum veitingastöðum og má þar helst nefna Scandinavian og Ítalíu, auk þess sem það byrjar á glasi á Forréttabarnum eftir helgi.
Tilboð vikunnar: Skráðu þig í vínklúbbinn okkar til að fá upplýsingar um tilboð á víni vikunnar.