Vín vikunnar – Bava Malvasia

Vín vikunnar hjá okkur að þessu sinni er Bava Malvasia frá ítölsku víngerðinni Bava.

Um birgjann: Bava fjölskyldan hefur ræktað vínvið í hæðum Cocconato þropsins á Ítalíu síðan á 17undu öld og árið 1911 byggði fjölskyldan sinn fyrsta vínkjallara. Síðan þá hafa fjórar kynslóðir haldið um stjórnartaumana og í dag er Bava Barberas heimsþekkt vörumerki.

Í dag á og rekur Bava fjölskyldan 55 vínekrur. Allar eru þær ræktaðar með “gamla” laginu, þ.e. af natni og nærgætni fyrir umhverfinu, þar sem sjálfbær landbúnaðarframleiðsla er höfð að leiðarljósi. Aðeins er notaður náttúrulegur áburður og ekkert skordýraeitur.

Um vínið: Þrúgan sem þetta freyðivín kemur af er Malvasia frá Schierano; lítil þrúga sem ræktuð er í 300 metra hæð yfir sjávarmáli, norðarlega í Asti héraðinu á Ítalíu og hefur Bava fjölskyldan unnið með ræktendum á þessu svæði í yfir 60 ár til að ná fram því besta úr berjunum.

Flaskan sjálf er í dag kennileiti framúrskarandi freyðandi rósavína og má finna á hillum margra bestu vínbúða heims.

Vínið er rósrautt á lit sem minnir á kirsuber en einnig má finna appelsínugulan blæ á litbrigðum vínsins. Í bragði er það þægilega sætt, með fíngerðri freyðingu sem leikur um palletuna auk léttra tannína sem gefa víninu ánægjulegan eftirkeim.

Eins og freyðivína er siður nýtur það sín frábærlega sem fordrykkur en það er einnig tilvalið í kokteila.

Vínið er fáanlegt í fjórum verslunum Vínbúða.

Tilboð vikunnar: Skráðu þig í vínklúbbinn okkar til að fá upplýsingar um tilboð á víni vikunnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð