Vín vikunnar – Altos Ibericos Crianza

Vín vikunnar hjá okkur að þessu sinni er Altos Ibericos Crianza frá spænsku víngerðinni Torres.

Um birgjann: Þó höfuðstöðvar Torres séu í Penedes héraðinu í Katalónu, er fyrirtækið með starfsemi í ýmsum vínræktarhéruðum Spánar. Vínræktarhéruð Spánar skiptast í mismunandi flokka, tvenns konar yfirflokka sem hver um sig ber svo ýmsa undirflokka sem ráðast af því hversu strangar reglur gilda um framleiðslu innan hvers hérðs. Flest vín sem fást hérlendis koma úr „efri“ gæðaflokk og eru tvær algengustu undirflokkarnir þar eftirfarandi:

  • D.O. (Denominación de Origen) 66 D.O. vínræktarhéruð eru á Spáni í dag. Þessi stimpill tryggir að ákveðin gæðaviðmið eru uppfyllt samkvæmt þeim lögum sem gilda innan hvers héraðs.
  • DOCa (Denominación de Origen Calificada) – Aðeins tvö héruð bera þennan stimpil, Rioja og Priorat. Þessi tvo héröð hafa í nægilega langan tíma sýnt fram á framúrskarandi gæði í sinni framleiðslu.

Vínhéröð, hvers framleiðsla þarf ekki að uppfylla fyrirframákvarðaða staðla, eru kölluð borðvín á Spáni (Vino de mesa). Þessi „neðri“ gæðaflokkur hefur tvo undirflokka:

  • Vino de la Tierra (VdlT) – 46 vínræktarhéruð hafa þennan stimpil. Þau þurfa ekki að uppfylla fyrirframákvarðaða gæðastandarda en mega kenna sig við upprunahérað.
  • Vino de Mesa – þetta eru vín sem framleidd eru í miklu magni og koma þrúgurnar oft víðsvegar að. Þessi vín tiltaka ekki sérstakan árgang eða uppruna, annan en „Made in Spain“. Framleiðsla vína í þessum flokki fer sífellt minnkandi á Spáni.

Um vínið: Altos Ibericos Crianza er einmitt framleitt í einu af DOCa héruðum Spánar – Rioja. Hér er því um að ræða vín sem kemur af Tempranillo þrúgunni. Altos Ibericos hefur verið framleitt síðan árið 2005, þegar Torres fjölskyldan kom á fót vínekru við bæinn Labastida, sem staðsett er í hjarta Rioja héraðs.

Altos Ibericos er ópal rautt á lit. Í nefi má finna djúpan ilm af ávöxtum á borð við kirsuber og plómum, auk grænna piparkorna með reyktum keim. Vínið er í góðu jafnvægi, tannín, og sýru úr ferskum ávöxtum.

Altos Ibericos parast vel með spænskum mat; tapasréttum úr rauðu kjöti, feitum fisk og ostum en vínið parast sérstaklega vel með spænsku Iberico skinkunni. Best er að bera vínið fram við 14-16° hita.

Vínið er fáanlegt í fjölmörgum verslunum Vínbúða og veitingastöðum víðs vegar um landið. Má þar m.a. nefna Hótel Búðir, Hótel Rangá, Río Reykjavík og Spánska barnum.

Tilboð vikunnar: Skráðu þig í vínklúbbinn okkar til að fá upplýsingar um tilboð á víni vikunnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð