Vín með hátíðarmatnum

Það getur verið vandasamt að velja rétt vín með hátíðarmatnum. Hér að neðan gefa vínsérfræðingar Kalla K góðar uppástungur um hvaða vín má para með vinsælustu hátíðarréttum Íslendinga.

Hreindýr


Það á að vera auðvelt að finna gott rauðvín með hreindýrakjöti. Hafa skal í huga að vínið má ekki yfirgnæfa hið ljúfa villibráðarbragð og þess vegna eru mjög eikuð vín með miklu ávaxta- og berjabragði of kröftug fyrir hreindýrakjöt.
Hinn feykivinsæli Brolio Chianti frá Barone Ricasoli er tilvalið val með hreindýrinu.
Upplýsingar frá ÁTVR

Brolio

Rjúpur


Líkt og með hreindýrið má vínið ekki taka of mikla athygli frá ljúffengu villibráðarbragði rjúpunnar. Gott rauðvín af Cabernet Sauvignon þrúgunni að smellpassar í þessari pörun og því er upplagt að næla sér í 50 ára afmælisárganginn af Gran Coronas frá Torres eða litla bróður, Coronas Tempranillo.
Upplýsingar frá ÁTVR – Gran Coronas
Upplýsingar frá ÁTVR – Coronas Tempranillo

gran-coronas-50-ara

Nautalund (Wellington)


Nautakjöt og kröftug rauðvín eru tvenna sem engan svíkur. Vín sem hafa nægilegan styrk í bragði fullkomnar góða nautasteik og hér er því tilvalið að fara „all in“ og velja kröftugasta og mest verðlaunaða meðlim Torres fjölskyldunnar –  oft nefnt goðsögnin í svörtu – Torres Mas La Plana. Hann er vissulega í dýrari kantinum og veskisvænna val yrði þá áðurnefndur Gran Coronas.
Upplýsingar frá ÁTVR

Humar


Humar er einn af allra vinsælustu forréttum á jólaborðum landsmanna, hvort sem er í súpu eða steiktan upp úr smjöri og hvítlauk. Fersk hvítvín með háu sýrustigi fer hér sérlega vel með og með veislumat eins og humri er ekki úr vegi að mæla með verðlaunavíni, Torres Gran Vina Sol Chardonnay, sem hreppti einnig Gyllta Glasið þetta árið.
Upplýsingar frá ÁTVR

Hnetusteik


Nú þegar færist í vöxt að fleiri kjósa að snæða grænmetisrétti um jólin er ekki úr vegi að víkja að mæla með góðu víni með hnetusteik. Vín með fersku berjabragði og léttri fyllingu eiga góða samleið með léttari réttum á borð við hnetusteik og þau eru fá víni sem standa Habitat Garnacha Syrah frá Torres framar í þeim flokki.

Upplýsingar frá ÁTVR

Hamborgarhryggur


Með reyktum og bragðmiklum mat á borð við hamborgarhrygg er allt að því nauðsynlegt að velja vín með sterkum og bragðmiklum berjakeim til að vinna upp á móti saltbragðinu. Hér er því kjörið að leita á náðir Santa Digna Cabernet Sauvignon Reserve, sem ber með sér fyllingu og bragð af dökkum berjum.
Upplýsingar frá ÁTVR

santa-digna-cab-sauv

Kalkúnn


Þó oft sé mælt með vínum í léttari kantinum þá getur kröftugt vín með þéttum tannínum parast mjög vel saman með kalkún, sérstaklega ef það ber með sér keim af berjasætu. Gran Sangre de Toro uppfyllir þessar kröfur og rúmlega það, og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum í þessu sambandi. Þeir sem kjósa fremur hvítvín með fuglakjöti ættu ekki að verða sviknir af Bolla Pinot Grigio, sem ætti að vera Íslendingum vel kunnugt.

Upplýsingar frá ÁTVR – Gran Sangre de Toro

Upplýsingar frá ÁTVR – Bolla Pinot Grigio

Lambakjöt


Gamla, góða lambalærið eða lambahryggurinn eiga alltaf sinn sess við hátíðarborð landsmanna. Góð Rioja vín standa flestum öðrum vínum framar þegar kemur að pörun með íslensku lambi og því ætti Altos Ibericos Crianza frá Torres að vera skothelt val.
Upplýsingar frá ÁTVR

Grafinn / reyktur lax


Grafinn lax og reyktur er, líkt og humarinn, algengur forréttur um hátíðarnar. Fersk en ósæt hvítvín parast gjarnan vel með þessum braðgmiklu réttum og er því ekki úr vegi að mæla með Fransola Sauvignon Blanc frá Torres. Annar skemmtilegur valkostur er svo Vina Esmeralda frá Torres.

Upplýsingar frá ÁTVR – Fransola

Upplýsingar frá ÁTVR – Vina Esmeralda

Ostar og sætir eftirréttir

Með bragðmiklum ostum sem og sætari eftirréttum liggur beinast við að mæla með góðu portvíni. Cockburn´s Special Reserve kemur þar fyrst upp í hugann, enda hefur það um árabil verið ein allra vinsælusta portvínstegund landsins.

Upplýsingar frá ÁTVR

cockburn-s-special-reserve_bottle_1

Vantar þinn hátíðarrétt á þennan lista eða vantar þig aðrar tillögur? Ekki hika við að hafa samband og við aðstoðum eftir bestu getu.

soludeild@kallik.is

s. 540-9000

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð