Í tilefni 50 ára Torres á Íslandi höldum við áfram að kynna vín mánaðarins.
Vín mánaðarins í nóvember er Torres Altos Ibericos Parcelas de Graciano, sem splunkunýtt vín í Vínbúðum.
Torres Altos Ibericos Parcelas de Graciano er Rioja vín sem alfarið er búið til úr Graciano þrúgunni. Það er dimmrúbínrautt á lit, með þéttri fyllingu, ósætt, fersk sýra og miðlungstannín. Í bragði eru súr kirsuber, plóma, sveskja, krydd og eik.
Eins og er er vínið fáanlegt í fjórum Vínbúðum; Í Kringlunni, Skútuvogi, Heiðrúnu og Hafnarfirði.
Endilega kíkjið inn á facebook síðu vin.is, þar sem við erum með laufléttan gjafaleik