Í tilefni af 50 ára afmæli Torres á Íslandi höldum við hjá Karli K Karlssyni og vín.is áfram að kynna vín mánaðarins. Í tilefni jólamánaðarins ætlum við að bregða aðeins út af vananum og standa fyrir léttum leik.
Það eina sem þú þarft að gera er næla þér í flösku af víni frá Torres í næstu vínbúð, taka mynd af kvittuninni og senda á sigurdur@karlsson.is.
Allir sem senda okkur slíkan póst eru komnir í pott og eiga möguleika á að vinna stórglæsilegan vinning – Torres Ibericos Magnum flösku (1,5 L) sem kemur í glæsilegum viðarkassa og 6 vínglös, sjá mynd hér til hliðar. Alls munum við gefa þrjá svona pakka.
Ef þú ert í vafa hvaða vín þú ætlar að kaupa hefur vínsérfræðingur vín.is gert samantekt á hvaða tegund fer vel með hvaða hátíðarmat.
Athugið að þetta er ekki tæmandi listi, öll vín frá Torres sem seld eru í vínbúðum landsins eru gjaldgeng.
Við drögum út vinningshafa 22. desember.
Nánari upplýsingar á Facebook-síðu vín.is