Það færist í vöxt hérlendis sem annarsstaðar að fólk kjósi að neyta ekki dýraafurða og er slíkur lífstíll ofast kenndur við veganisma.
Það er kannski ekki á allra vitorði en dýraafurðir eru yfirleitt hluti af ferlinu þegar kemur að víngerð. Þó að vínber séu vissulega eina hráefnið sem er nauðsynlegt til víngerðar eru hráefni á borð við Isinglass (efni sem búið er til úr þurrkuðum fiskafurðum), eggjahvítur og mjólkurprótein notuð til að ná ákveðnum tærleika í vínið áður en það er sett á flöskur.
Þetta þýðir þó alls ekki að grænkerar geti ekki notið þeirrar nautnar sem felst í því að fá sér gott vínglas. Hægt er að ná upp tærleika vína með því að nota steinefnið bentonite auk þess sem þessu skrefi er hreinlega sleppt við átöppun sumra vína en þá er yfirleitt um þyngri rauðvín að ræða sem legið hafa lengi á tunnu.
Vínframleiðandinn Torres er í síauknum mæli farinn að nota steinefni til að hreinsa sín vín. Eftirfarandi vín eru 100% vegan og eru fáanleg í vínbúðum hérlendis.
Altos Ibericos Crianza
Steinefnið bentonite notað í hreinsunarferlinu.
Upplýsingar af vefsíðu Vínbúða hér.
Torres Altos Ibericos Parcelas de Graciano
Steinefnið bentonite notað í hreinsunarferlinu.
Upplýsingar af vefsíðu Vínbúða hér.
Torres Gran Sangre de Toro Reserva
Steinefnið bentonite notað í hreinsunarferlinu.
Upplýsingar af vestíðu Vínbúða hér.
Torres Mas La Plana
Vínið er ekki hreinsað áður en það fer á flöskur.
Upplýsingar af vefsíðu Vínbúða hér.
Torres Habitat Garnacha Syrah
Steinefnið bentonite notað í hreinsunarferlinu.
Upplýsingar af vefsíðu Vínbúða hér.
Torres Habitat Garnacha Xarel.lo
Steinefnið bentonite notað í hreinsunarferlinu.
Upplýsingar af vefsíðu Vínbúða hér.
Ef einhverjar spurningar vakna, eða ef áhugi er fyrir að fræðast meira um innihald vína, er hægt að senda okkur línu á soludeild@karlsson.is. Við svörum öllum fyrirspurnum af ánægju.