Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur deilir hér með lesendum uppskrift af Ribeye og ráðleggur sælkerum hvaða vín parast vel með.

Hráefni

Ribeye

4x250gr Ribeye
Sjávarsalt
Mulinn svartur pipar
Canola olía
100gr smjör
3 geirar kraminn hvítlaukur
1 grein rósmarín
3 greinar timian

Portobello Sveppir

8 Portobello sveppir
4 geirar hvítlaukur, saxaðir
8 greinar timian
Salt & Pipar
200ml ólífuolía

Bakaðar gulrætur

8 meðalstórar Gulrætur
50ml Ólífuolía
1msk hunang
Sjávarsalt
1 grein rósmarín

Gulrótarmauk

400gr gulrætur, skrældar
400ml vatn
100gr smjör
1tsk sykur
Salt

Rauðvínssósa

2stk skallot laukur
½ lítil gulrót
1 hvítlauksgeiri
50ml balsamik edik
50ml rauðvínsedik
2msk olía
1 grein timian
½ rauðvínsflaska
½ líter nautasoð

Aðferð

Ribeye

Hitið olíu á pönnu og náði upp sjóðandi hita.
Kryddið steikina báðu megin með salt&pipar.
Setjið Ribeye-ið á pönnu. Brúnið vel.
Setjið Timian, rósmarín & hvítlauk á pönnuna ásamt smjöri.
Steikið kjötið ca. 4 mín báðu megin.
Látið hvíla í ca 10 mín.

Portobello Sveppir

Takið stilkinn úr sveppunum og hellið ólífuolíu ofan í sveppahattinn.
Saxið hvítlauk fínt og stráið yfir sveppinn.
Rífið Timian yfir og kryddið með salt&pipar.
Bakið við 175° í 25 mín

Bakaðar Gulrætur

Blandið saman ólífuolíu, hunangi, söxuðu rósmarín & sjávarsalti í skál.
Berið á gulræturnar.
Bakið gulræturnar á 175°c í 25-30 mín (þar til brúnaðar).

Gulrótarmauk

Skerið gulræturnar í litla bita og setjið í pott ásamt vatni, smjöri, sykri & salti.
Setjið lok á pottinn og sjóðið með loki í ca. 15 mín á fullri suðu.
Takið lokið af og sjóðið áfram niður þar til aðeins er eftir smjör og gulrætur (allt vatn farið).
Þegar tilbúið, sett í blandara og maukað saman.
Kryddað með salt&pipar eftir þörfum.

Rauðvínssósa

Saxið skallot lauk, gulrót og hvítlausgeira.
Setjið olíu í pott og brúnið.
Hellið balsamik & rauðvínsediki yfir og sjóðið niður þar til orðið að sýrópi
Setjið timian & rauðvín útí pottinn og sjóðið niður til helminga.
Setjið Nautasoð útí og sjóðið niður til helminga.
Kryddið með salt&pipar.

Með steikinni mæli ég svo með La Lus frá Banfi – Mjúkt og ávaxtaríkt með léttum lakkrístónum með löngu og heillandi eftirbragði.

 

Verði ykkur að góðu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð