Víkurhvarf 1

203 Kópavogur

Símanúmer:

+354 540 9000

9-16 alla virka daga

Kíktu við í heimsókn til okkar

Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur deilir hér með lesendum frábærri uppskrift af hinu fullkomna lambalæri, og mælir með góðum vínum með lambinu.

Hráefni

Fyrir lærið

Lambalæri eitt og hálf til tvö kg

4 geirar hvítlaukur

1 grein rósmarín

3 greinar garðablóðberg

1 matskeið hunang

100ml ólífuolía (mælum með Torres)

1 kg kartöflur

500 gr gulrætur

2 stk fennel

Tómatsósa

2 dósir Cirio saxaður tómatur

2 geirar hvítlaukur

1 stk skarlottulaukur

2 matskeiðar af balsamik edik

2 dropar Tabasco

2 teskeiðar sykur

200 ml ólífuolía

50 ml rauðvín

Salt

Pipar

Gremolata

2 búnt flöt steinselja

2 geirar hvítlaukur

Rifinn börkur af 1 sítrónu

30 gr rifin piparrót

30 gr panko raspur

Hunangsgljái

100 ml hunang

100 gr smjör

1 geiri hvítlaukur

1 grein rósmarín

Aðferð

Takið lambið úr kæli 1 klst fyrir eldun og hitið ofn í 175 gráður.

Saxið hvítlauk rósmarín og garðablóðberg fínt, setjið í skál með olíu og hunangi og blandið vel saman.

Kryddið lambið með sjávarsalti og pipar, takið hluta af marineringuni og berið á lambið.

Skerið kartöflur til helminga, skrælið gulrætur og skerið í fjóra parta, skerið fennel í fernt.

Blandið saman grænmeti ásamt rest af marineringu og kryddið með salti og pipar.

Eldið lambið á grind í 75 mín, þegar 40 mín eru eftir af eldun lambs setjið þá grænmeti í ofninn undir lambið og klárið eldun. Kjarnhiti má vera 56-58 gráður.

 

Lagið tómatsósu meðan á eldun stendur. Hitið olíu í víðum potti, svitið lauk og hvítlauk. Setjið tómat saman við og eldið rólega í 30 mín. Munið að hræra reglulega í svo brenni ekki. Setjið svo í blandara ásamt balsamic ediki, rauðvíni, sykri, tabasco og hellið ólífuolíu rólega útí og kryddið með salti og pipar.

Til að útbúa Gremolata þá saxið þið hvítlauk og steinselju og rífið niður piparrót, brúnið pankó á pönnu og kælið. Bætið við rifnum börk af sítrónu. Blandið öllu saman ásamt dassi af ólífuolíu .

Til að útbúa hunangsgjláann þá sjóðið þið saman hunang, smjör, saxaðan hvítlauk og söxuðu rósmarín.

Þegar lambið er klárt er það látið hvíla í 15 mín, berið gljáann á og sáldrið gremolata yfir.

 

Með lambinu mæli ég með Gran Coronas frá Torres – geggjað vín með mjúku kryddi sem fer vel með alvöru lambalæri.

 

Verði ykkur að góðu .

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð