Uppskriftirnar hans Hadda – Lindor súkkulaðimús – te

Lindor súkkulaðimús

Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur deilir hér með lesendum uppskrift af himneskum eftirrétt – Lindor súkkulaðimús með rjómaosti og hindberjum. Hann er að sjálfsögðu með vínpörunina einnig á hreinu.

Hráefni

Súkkulaðimús

200 gr egg

100 gr sykur

200gr lindor súkkulaði

200 ml rjómi

Krem úr rjómaosti

100 gr rjómaostur

100 gr fersk hindber

Hindberjasósa

100 gr fersk hindber

50 gr sykur

Mulningur

50 gr pistasíuhnetur

50 gr makkarónukökur

Aðferð

Súkkulaðimús

Bræðið súkkulaði í skál yfir vatnsbaði.

Þeytið egg og sykur saman í hrærivél í 5 -10 mín og léttþeytið síðan rjóma.

Vinnið saman súkkulaði og eggjablönduna varlega, setjið rjóma saman við og setjið í kæli.

Krem úr rjómaosti, hindberjasósa og mulningur

Krem: Blandið vandlega saman rjómaosti og hindberjum.

Hindberjasósa: Merjið hindber og sykur í potti og sjóðið saman í 5 mín.

Mulningur: Maukið í matvinnsluvél pistasíur og makkarónur.

 

Setjið pistasíu og makkarónu mulninginn í glas og sprautið rjómaost- og hindberja kreminu yfir. Hellið súkkulaðimúsinni yfir og setjið í kæli í 4 tíma. Takið út og skreytið með ferskum hindberjum og sósunni.

 

Með þessum dísæta eftirrétt mæli ég með Hugel Gewurstraminer – Léttleikandi og frábær fulltrúi Alsace héraðs með mjúku og löngu eftirbragði sem gælir við bragðlaukana.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð