Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur deilir hér með lesendum frábærri uppskrift af stórkostlegum forrétt – Gnocchi Pasta & Humar. Hann er að sjálfsögðu með vínpörunina á einnig á hreinu.

Hráefni

500 gr ferskt gnocchi frá Rana
4-8stk skelflettur humar
100 ml rjómi
200gr smjör í kubbum
20 ml ólífuolía
½ geiri hvítlaukur
½ skarlottulaukur
1stk sítróna
20gr dilll
Parmesan

Aðferð

Sósan

Takið hvítlauk og Skallot lauk og skerið fínt.

Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk og skallot lauk. Passa að brúna ekki laukinn.
Hellið rjóma og yfirsjóðið niður til hálfs.
Setjið rifinn börk af hálfri sítrónu ásamt safa af heilli sítrónu saman við.
Hrærið smjörið rólega út í rjómann
Setjið yfir saxað dill og salt.

Gnocchi

Setjið vatn og salt í pott og fáið upp suðu.
Setjið gnocchi útí pottinn og sjóðið í 2 mín
Hitið Olíu á pönnu ásamt smá klípu af smjöri, einum mörðum hvítlauksgeira & steikið humar.
Kryddið með salt&pipar.
Setjið Gnocchi útí sósuna

Borið fram á disk. Rífið yfir parmesan, svartan pipar & sítrónubörk og skreytið með fersku dilli.

 

Með þessum forrétt mæli ég með Alamos Chardonnay – suðrænni ávaxtasprengju úr Mendoza dalnum í Argentínu, ljúffengt Chardonnay.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð