Blómkálssteik fyrir vandláta grænkera

Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur deilir hér með lesendum uppskrift af grænmetisrétt sem hörðustu kjötætur myndi ekki einu sinni fúlsa við – blómkálssteik og portobellosveppum. Hann er að sjálfsögðu með vínpörunina á einnig á hreinu. Rétturinn er vegan og inniheldur því engar dýraafurðir, sem og vínin sem hér er mælt með.

Hráefni

Blómkáls couscous & Blómkálssteikur

2 Hausar millistórt blómkál.
1stk rauður chilli
50gr trönuber
1 grænt epli
1 sítróna
50gr ristaðar furuhnetur
1 geiri hvítlaukur
Mulinn svartur pipar
Sjávarsalt
30gr Ferskt Dill
30ml Ólífu Olía
100ml Canola Olía

Bakaðir Portobello Sveppir

4 portobello sveppir
2 geirar hvítlaukur, saxaðir
4 greinar timian
Salt & Pipar
100ml ólífuolía

Trufflu Vinaigrette

1msk dijon sinnep
10gr ferskur graslaukur
½ skallot laukur
30ml eplaedik
25gr acaí sýróp
100ml truffluolía

Aðferð

Blómkáls couscous & Blómkálssteikur

Á meðan þið gerið CousCous úr blómkáli, setjið olíu á pönnu & steikið blómkálssneiðarnar á meðal hita báðu megin þar til eldað í gegn.
Takið blómkálshausa & skerið tvær sneiðar úr miðjunni úr sitthvorum hausnum.
Takið restina af blómkálinu & skerið í litla bita, setjið í matvinnsluvél (ekki maukað)
Takið úr matvinnsluvélinni & setjið í skál og blandið restinni af hráefnunum saman við.

Bakaðir Portobello Sveppir

Takið stilkinn úr sveppunum og hellið ólífuolíu ofan í sveppahattinn.

Saxið hvítlauk fínt og stráið yfir sveppinn. Rífið Timian yfir og kryddið með salt&pipar.

Bakið við 175° í 25 mín

Trufflu Vinaigrette

Takið skallot lauk & graslauk og saxið fínt.
Setjið í skál ásamt ediki, dijon sinnepi og acaí sýrópi.
Hrærið truffluolíunni saman við
Kryddið með Salt&Pipar.

Þegar allt er tilbúið, setjið CousCous á disk. Skerið sveppina í 4 parta & raðið í kringum. Setjið steikta blómkálið yfir CousCousið & hellið sósunni yfir með skeið.

Með þessum grænmetisrétti mæli ég annars vegar með Vina Sol frá Torres – vegan vænu og vinalegu hvítvíni og hins vegar Veramonte Cabernet Sauvignon – ljúffengu og krydduðu Cabernet Sauvignon frá Colchahua dalnum í Chile.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð