Tequila frá Patron

—Tequila er drykkur unnin úr plöntu sem heitir Agave Tequiliana Weber blue og er þykkblöðungur af liljuætt (amaryllis). —Það eru til rúmlega 300 tegundir af Agave plöntunni en þessi er sú eina sem leyfileg er í Tequila. —Plantan eða Piña eins og það er kallað þegar búið er að skera blöðin af getur orðið gríðarlega stór allt upp yfir 100 kg en fullvaxin er algengast að hún vegi í kringum 40 – 80 kg.

 

agaveagave2

 

—Lífskeið hverrar agave plöntu er 8-14 ár og fer eftir jarðvegi, loftslagi og ræktunaraðferðum. —Piñan er svo bökuð í gufu í 8 – 72 klukkustundir eftir því hvaða framreiðsluaðferð er notuð. Þetta ferli breytir flóknum kolvetnum í plöntunni yfir í einfaldar sykrur. —Kjöt plöntunar er fjarlægt og eftir situr vökvi sem kallast „aguamiel“ sem mætti þýða sem hunangsvatn. Vökvinn er síðan gerjaður, sem nú til dags er oftast gert í stórum stáltönkum og þar á eftir tvíeimaður í svokölluðum „pot-still“ eða „alambics“.

—Eftir seinni eimingu er komið að því að ákveða hverskonar Tequila skal gera og hvort eigi að setja á tunnu eða beint á flöskur.

—Það sem mestu skiptir í ilm og gæðum Tequila er eins og í svo mörgu öðru gæði hráefnisins sem notað er við framleiðsluna og hvort að Tequilað er látið þroskast á tunnu eða ekki.

Til eru tveir flokkar af Tequila; Tequila Mixto og Tequila 100% Agave.

Tequila Mixto þarf eingöngu að vera 51% agave safi og algengt er að restin sé mjög hlutlaus,  bæði lyktar- og bragðlaus melassi eða eimaður sykurvökvi. Einnig er leyfilegt að notast við bragðefni í Tequila Mixto til að gefa því ákveðin karakter, eins og til dæmis sherry, karamellu eða kókos.

Tequila 100% agave verður hinsvegar eins og nafnið gefur til kynna að vera 100% búið til úr vökva agave plöntunar. Er yfirleitt alltaf eimað í „pot-Still“ og ekki er leyfilegt að bæta við neinum aukaefnum. Tequila 100% agave verður einnig að vera tappað af framleiðanda en ekki eins og Tequila Mixto þar sem leyfilegt er að flytja milli landa í tönkum og tappa annarsstaðar.

—Tequila er svo flokkað niður í 4 flokka eftir aldri og geymslu.

—1. Tequila Silver: þekkist einnig undir Blanco, plata, white og platinium. Þetta er Tequila í sinni hreinustu mynd og sú tegund sem er mest seld í heiminum í dag. Hér fær kröftugt bragð agave plöntunar ásamt náttúrulegum sætleika hennar að njóta sín. Tequila Silver fær oftast að jafna sig í ca. 4 vikur á stáltönkum eftir eimingu og er síðan sett á flöskur.

—2. Tequila Gold: einnig þekkt sem Joven eða Oro. Þessi tegund er í flestum tilfellum gerð úr Tequila Mixto þar sem leyfilegt er að setja auka bragð og litarefni út í til að ná fram þessum gyllta lit áður en sett er á flöskur. Tequila Gold er oft í ódýrari kantinum og hefur verið mjög vinsælt í kokteila.

3. —Tequila Reposado: Þetta er fyrsta eða yngsta stig af Tequila sem látið er þroskast á eikartunnum, þar sem það er látið liggja í 2 -11 mánuði áður en því er tappað á flöskur. Með þessu móti næst fram gullinn litur og gott jafnvægi milli agave og eikarinnar. Mismunandi er hvernig eik er notuð en framleiðendur nota bæði nýja og notaða, franska og ameríska en algengast er að bourbon tunnur séu notaðar.

4a. —Tequila Añejo: Eftir að hafa verið látið þroskast í að minnsta kosti eitt ár á eikartunnu getur Tequila kallast Añejo. Einnig er sett fram það skilyrði að tunnurnar sem það er látið þroskast á séu ekki stærri en 600 lítrar.  Tequila Añejo er yfirleitt hunangsbrúnt á lit, mýkra, bragðmeira og flóknara en reposado.

4b.—Tequila Extra Añejo: Þessum flokk var bætt inn sumarið 2006. Hér þarf Tequilað að þroskast í 3 ár á eikartunnu til að geta kallast Extra Añejo. Við svo langa geymslu næst fram fallegur mahónibrúnn litur og enn flóknari bragðeiginleika svo færustu sérfræðingar eiga oft erfitt með að greina það frá öðru fáguðu sterkvíni.

 

—Það er algeng viðbrögð þegar fólk heyrir talað um Tequila að það hugsi um skot með salti og sítrónu, misvel gerðar Margaritur og skelfilega timburmenn.  Þetta er sem betur fer að breytast því Tequila er ein sú áfengistegund sem er í mestum vexti á heimsvísu og eru neytendur að snúa sér í auknum mæli að „premium Tequila“.

—Heildar vöxtur Tequila í heiminum er meiri en samanlagður vöxtur allra annara helstu áfengistegunda. Markaðurinn fyrir 100% blue agave tequila hefur aukist gríðarlega á síðustu 15 árum. Árið 1995 var hlutfall þess í útflutning 1/60 en í dag er það við að ná 1/3 og er enn á uppleið. Þessi aukning hefur mikið til átt sér stað í Bandaríkjunum en Evrópa er að taka við sér og þekking á góðu Tequila er sífellt að aukast. — Margir barir og veitingastaðir eru farnir að leggja meiri áherslu á faglega framreiðslu drykksins og eru hættir að bera Tequila fram í skotglösum með salti og sítrónu og eru farnir að bera það fram í kampavínsglasi eða sérhönnuðu Tequila glasi sem Riedel glasaframleiðandinn hefur hannað til að eiginleikar og flókin lyktar- og bragðsamsetning vökvans fái notið sín sem best.tequila-glass-riedel

—Eins eru barþjónar um allan heim orðnir meira meðvitaðir um þennan frábæra drykk og virðist hugmyndaflugið ekki eiga sér nein takmörk þegar kemur að gerð nýrra Tequila kokteila. Til dæmis er orðið mjög vinsælt að blanda 100% blue agave gæða tequila saman við kampavín. Í löndum eins og Rússlandi og Tyrklandi líta neytendur á Tequila sem „super-premium“ vöru vegna framandleika þess og fjölbreytni sem og tengsla við Mexico sem þeir líta á sem mjög dulrænan stað.

 

patron_logo—

Patron tequila er eitt af þeim vörumerkjum  sem er leiðandi í framleiðslu á gæða tequila í heiminum í dag. Í Bandaríkjunum er það orðið samnefnari fyrir gæða tequila og orðið „pop-culture phenomenon“ þar sem algengt er að heyra rappara og fleiri tónlistarmenn „name droppa“ það í sínum lögum. Einnig hafa þeir náð frábærum árangri með líkjöra byggða á tequila eins og Patron XO cafe líkjör.

Eftirfarandi vörur frá Patron eru hluti af okkur vöruvali:

Patrón Silver – Þetta kristaltæra 100% blue agave tequila er einstaklega fínlegt og mjúkt með tónum af sítrus fersku agave og ávöxtum í nefi með tónum af pipar. Hentar mjög vel í flesta tequila kokkteila.

 

Patron silver

Patrón Reposado – Þetta  hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja mjúkt en jafnframt flókið tequila. Er látið geymast á eik í tvo mánuði. Í nefi finnur maður vott af eikinni ásamt hunangi og vott af sítrus. Finna má sömu tóna í munni ásamt vanillu í eftirbragðinu.

Patron reposado

Patrón Anejo – Fínleg blanda af einstökum árgöngum af tequila svipað og í víngerð er hver árgangur látin þroskast í eikartunnum í minnstakosti 12 mánuði áður en árgöngunum er blandað saman til að ná fram þessu fínlega, sæta tequila.Í lyktinni má finna vel fyrir eikinni ásamt vanillu og rúsínum. Ferkleiki agave plöntunnar kemur ennþá fram með sítrus tónum. Mjúkt, fínlegt og sætt í munni. Fínleg eik, vanilla og hunang. Finna má vott af melónu. Karamella og reykur í eftirbragðinu.

Patron gold

Patrón XO Cafe – Einstaklega vel heppnuð blanda af Premium Patrón tequila og náttúrlegum bragðefnum úr gæða kaffi. Í nefi má finna ferskan ilm af kaffi ásamt súkkulaði og vanillu. Patrón XO cafe er þurrt í munni en ekki sætt eins og svo oft er með ódýrari tegundir kaffilíkjöra. Finna má vel bragð af nýristuðu kaffi, súkkulaði og vanillu með fínlegt eftirbragð af tequila.

Patron xo cafe

Patrón Citrónge – premium Reserve appelsínulíkjör frá Jalisco héraðinu. Mjúkt og sætt með fínlegu appelsínubragði, hentar einstaklega vel í kokkteilgerð. Patrón Tequila og Patrón Citronge gera ótrúlega góða og ljúffenga Margarita.

Patron orange liquer

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð