Dagana 1.- 5. febrúar fer fram Reykjavík Cocktail Weekend þar sem Karl K Karlsson leggur áherslu á nokkur mjög spennandi vörumerki. Hér að neðan getur að líta örstutt yfirlit yfir hvert vörumerki fyrir sig og kokteiluppskrift þess að auki.

Verði ykkur að góðu og góða skemmtun um helgina!

 

 

Stolichnaya

Stolichnaya er löngu orðið heimsþekkt vörumerki, enda er þarna á ferð premium vodki á frábæru verði.

Stoli Mule er einfaldur og frískandi kokteill sem borinn er fram í koparkönnu.

  • 45ml Stolichnaya vodka
  • Skvetta af ferskri límónu
  • Toppað upp með Stoli Ginger Beer

Hellt yfir klaka í koparkönnu.

Patrón

Patrón er ultra premium tequila og það söluhæsta í sínum flokki í Bandaríkjunum. Hver einasta flaska fer í gegnum strangt skoðunarferli áður en hún fer á markað til að tryggja að neytandinn verði ekki svikinn af bragð- og áferðargæðum vörunnar.

Patrón Classic Margarita:

  • 45 ml Patrón Silver
  • 30 ml Patrón Citrónge Orange
  • 20 ml ferskur límónusafi
  • 10 ml sykursíróp
  • límónubátur til skreytingar
  • salt

Blandið saman blautefnum í kokteilhristara og hristið af krafti með ís. Hellið yfir klaka og skreytið með límónubát.Þessu til viðbótar má dreifa salti yfir glasbrúnina.

Teeling Whiskey

Teeling viskí hefur verið bruggað allt aftur til ársins 1782 og hefur allar götur síðan verið í eigu Teeling fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að vörumerkið sé byggt á gömlum gildum er hér um einstaklega framsækið fyrirtæki að ræða og opnuðu þeir t.a.m. í fyrra fyrstu nýju viskíbruggsmiðjuna í Dublin í 125 ár!

Við deilum hér uppskrift af The Teeling Whiskey Old Fashioned, sem notið hefur gríðarlega vinsælda meðal þeirra sem heimsótt hafa bruggsmiðju þeirra í Dublin.

  • 2 hlutar Teeling Small Batch Whiskey
  • 1 hluti appelsínu líkjör (t.d. Patrón Orange)
  • ½ hluti ananassýróp
  • 3 skvettur af appelsínubitter (t.d. Orange Bitter frá The Bitter Truth)
  • 2 hlutar vatn

Bayou rum

Bayou romm er frá Louisiana fylki í Bandaríkjunum og dregur nafn sitt af mýrlendinu sem einkennir framleiðslusvæðið. Einungis er notaður 100% náttúrulegur og óunnin reyrsykur, sem ræktaður er í fylkinu, við framleiðsluna.

Gator Bite er skemmtilegur kokteill sem notar Bayou Spiced, Bayou White og Bayou Satsuma rommlíkjör sem uppistöðu. Hér ber að gæta ítrustu varúðar þar sem þessi bítur frá sér:

  • 20ml Bayou Rum Silver
  • 20ml Bayou Rum Spiced
  • 20ml Bayou Satsuma Rum Liqueur
  • 40ml appelsínusafi
  • 40ml ananassafi
  • Skvetta af sykursírópi
  • Safi úr þremur límónusneiðum
  • Skvetta af grenadinesírópi

Öllum hráefnum hellt saman í kokteilhristara, innihaldið hrist af krafti og svo hellt yfir ís í háu glasi.

Maison Gautier Cognac

Koníakið frá Gautier á sér ríka sögu og hefur fyrirtækið verið starfrækt allt frá árinu 1755. Við framleiðsluna er koníakið látið liggja á eikartunnum sem geymdar eru í vatnsmyllu frá 18. öld. Þessi nálægð við vatnið gefu koníakinu einstakt bragð sem hentar bæði koníaksgæðinum og þeim sem reynsluminni eru.

Hér kynnum við kokteilinn Fuser:

  • 40 ml GAUTIER VS eða VSOP koníak
  • 40 ml viskí (t.d. Teeling single malt)
  • 80 ml appelsínusafi
  • Skvetta af grenadinesírópi

Hellið koníaki, viský og appelsínusafa í kokteilhristara og hristið af krafti með ís. Hellið í glas yfir ís og bætið við teskeið af sírópi

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð