Opna Loch Lomond golfmótið

Það var blíðskapar veður á Urriðavelli þegar Opna Loch Lomond mótið fór fram. Mótið var vel sótt en um 160 keppendur léku völlinn við frábærar aðstæður. Er þetta í fyrsta skiptið sem mótið er haldið, en til stendur að það muni fara fram árlega næstu fjögur árin hið minnsta, enda er Loch Lomond viskí opinber styrktaraðili Opna breska meistaramótsins í golfi yfir það tímabil.

Aðalvinningur í mótinu var ferð á The Open á Carnoustie golfvellinum í Skotlandi sem hefst í dag, fimmtudaginn 19. júlí 2018, og þar er Haraldur Franklín Magnússon fyrstur íslendinga skráður til leiks sem gefur þessum vinningi aukið gildi.

Sigurvegarar Loch Lomond 2018 voru Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Skúli Ágúst Arnarson en þau léku völlinn á 45 punktum. Munu þau fara, ásamt fríðu föruneyti, í sannkallaða VIP ferð til Skotlands um helgina og má fylgjast með ferðum hópsins á Snapchat síðu Veitingageirans (username á Snapchat: veitingageirinn)

Mótsfyrirkomulag var betri bolti og keppt var um lengstu teighögg og nándarverðlaun skv. venju. Þar sem golf.is bíður ekki upp á skráningu á skori í þessu leikformi þá var einungis notast við golf.is til að yfirfara forgjöf og skor keppenda en skor liðsfélaga reiknað út í litla mótsstjóranum og hægt er að skoða úrslit hér fyrir neðan. Kerfið sýnir 1-3 sæti og aðrir raðast í sæti sem var jafnt að skori og viðkomandi hópur.

Helstu úrslit má nálgast  hér

Við hjá Karli K Karlssyni þökkum golfklúbbnum Odda kærlega fyrir samstarfið og þeim fjölmörgu kylfingum sem tóku þátt í mótinu.

Sjáumst að ári.

Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Karls K Karlssonar, með sigurvegurum mótsins, Hrafnhildi Guðjónsdóttur og Skúla Ágústi Arnarsyni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð