Karl K Karlsson bíður velkominn til starfa nýjan forstöðumann áfengisdeildar, Harald Halldórsson betur þekktan sem Harrý. Er um að ræða nýtt stöðugildi vegna örs vaxtar fyrirtækisins og nýrra áherslna.
Harrý er ljúfur, léttur og kátur karakter og er frábær viðbót við þann góða hóp sem þegar starfar hjá fyrirtækinu.
Ekki nóg með að Harrý búi yfir mikilli þekkingu og reynslu, heldur er hann líka skemmtilegur.
Haraldur er með MBA gráðu frá Háskóla Reykjavíkur.