Nýjar vörur í ÁTVR í ágúst

Það byrja fjölmargar nýjar vörur frá okkur í verslunum Vínbúða í ágúst. Skoðum úrvalið.

Tvær tegundir af bragðvodka frá Stolichnaya.

Um er að ræða saltaða karamellu annars vegar og bláberjabragð hins vegar en þessar braðgtegundir hafa ekki verið fáanlegar í Vínbúðum.

Stolichnaya er frumkvöðull í gerð bragðbættra vodkategunda en fyrirtækið setti fyrsta fjöldramleidda bragðvodkann á markað árið 1962. Einungis eru notuð náttúruleg bragðefni við gerð bragðvodka frá Stoli. Bragðbætti vodkinn frá Stoli er frábær í Moscow Mule og fleiri kokteila.

Aviation Gin

Um er að ræða bandarískt handverksgin hvers framleiðsla hófst árið 2005 og hefur það verið að gera frábæra hluti síðan. Aviation fær frábæra dóma á Wine Enthusiast, eða 97 stig af 100 mögulegum og er hinn forkunnafagri Hollywoodleikari Ryan Reinolds einn af forsvarsmönnum og eigandi fyrirtækisins í dag. Ginið er fyrst og fremst ætlað til kokteilagerðar og er því ekki úr vegi að láta uppskrift af einum al-bandarískum kokteil fylgja:

THE SOUTHSIDE

HRÁEFNI

  • 60ml Aviatin American Gin
  • 22ml af nýkreistum lime safa
  • 6 lauf af ferskri myntu
  • 22 ml af sykursýrópi

AÐFERÐ

  1. Kremjið myntulaufin í hristaraglasi
  2. Bætið við öðrum hráefnum
  3. Fyllið hristara með klökum og hristið hressilega
  4. Hellið í kokteilglas
  5. Skreytið með stilk af myntu

Bolla Soave Classico

Hvítvín frá hinni virtu ítölsku víngerð Bolla. Soave Classico er 100% garganega sem ræktaðar eru í hæðum Soave, í hjarta Classico vínhérðaðsins á Ítalíu.

Bolla Soave Classico er sítrónugult á lit, með mikinn ilm af blómum og peru. Vínið er með meðalfyllingu og má finna keim af sítrónu og hunangi í bragði. Vínið parast sérlega vel með grilluðu sjávarfangi, kjúkling, fiskiréttapasta, léttum forréttum og salati. Þá er það frábært eitt og sér sem fordrykkur.

Bolgheri frá Barone Ricasoli

Rauðvín frá Bolgheri í Toscana héraði, framleitt af ítalska léttvínsframleiðandanum Barone Ricasoli. Barone Ricasoli Bolgheri er Cabernet Sauvignon 50%, Merlot 25% og Petit Verdot 25% og fær að liggja á eikartunnum í 12-14 mánuði áður en það er svo látið liggja á flöskum í 6 mánuði.

Vínið er best borið fram við18-20 °C og parast vel með rauðu kjöti, ostum, rjómalöguðu pasta og matarmiklum súpum.

Barone Ricasoli Astuto Bolgheri Superiore

Þessi 2011 árgangur af Bolgheri Superiore er nú fáanlegur í vínbúðum hérlendis í fyrsta skiptið. Þetta kraftmikla rauðvín er Cabernet Sauvignon 60%, Merlot 20%, Petit Verdot 10% og Cabernet Franc 10% og hefur fengið að liggja öllu lengur á tunnum en fyrrnefndur Bolgheri eða í heila 18 mánuði í franskri eik áður en það fær að liggja í 10 mánuði á flöskum. Það er getur legið á flöskum árum saman og verður bara betra með aldrinum.

Þetta er alvöru bolti,dökkrúbínrautt á lit með þéttri fyllingu og tannínríkt. Í bragði má finna sólber, brómber, börk, eik og jörð.

Vínið fer vel með rauðu kjöti og villibráð og kraftmiklum pottréttum.

Torres Purgatori

Rauðvín frá spænska léttvínsframleiðandanum Torres. Um er að ræða blöndu af Cariñena, garnacha og syrah og eru þrúgurnar ræktaðar í Costers del Segre héraði á Spáni. Purgatori er látið liggja á eikartunnum úr franskri eik í 15-18 mánuði en því er tappað á flösku. Hér er um að ræða vín sem er tilvalið í safnið, en ef það er geymt við réttar aðstæður heldur það bragðgæðum í allt að 10 ár.

Þessi árgangur hefur fengið frábæra dóma – 94 stig á JamesSuckling.com og 91 stig hjá Wine Advocate.

Jean Leon 3055 Chardonnay

Hvítvín frá Jean Leon víngerðinni, sem í dag er í eigu Torres. Hér er um að ræða ungt og ferskt 100% Chardonnay sem kemur frá lífrænni ræktun, eins og öll vín frá Jean Leon. Nafnið 3055 er vísun í leigubílanúmer mannsins sem víngerðin er skýrð eftir, en Jean Leon fluttist til Bandaríkjanna um miðja 20. öld þar sem hann vann sig upp frá því að keyra leigubíl í New York til þess að stofna og reka einn vinsælasta veitingastað Hollywood.

Eins og Chardonnay vína er siður parast það vel með sjávarfangi og fiskréttum og þá sérstaklega grilluðum feitum fisk.

Torres Altos Ibericos Crianza 37,5cl

Þetta vinsæla Rioja vín frá Torres er nú loksins fáanlegt aftur í hálfflösku.

Villa Maria Riesling Private Bin

Riesling Private Bin frá Villa Maria er nú loksins kominn aftur á hillur Vínbúða eftir nokkra mánaða fjarveru. Þetta stórkostlega hvítvín er Íslendinum að góðu kunnugt, enda hefur það hlotið viðurkenninguna Gyllta Glasið síðastliðin tvö ár.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð