Það er okkur mikil ánægja að kynna að við höfum bætt við vöruval í Rana vörulínunni.
Þessi ítalski pastaframleiðandi er orðinn ómissandi þáttur í kvöldverðarhaldi fjölmargra fjölskydna hérlendis og nú bætist enn í flóruna. Allar vörur Rana er framleiddar án rotvarnarefna og eggin sem notuð eru í ferska pastað eru öll undan lausagönguhænum.
Tortelloni með lúffengri fyllingu: kjúklingur, mozarella og beikon
Ravioli með silkimjúkri parmesan fyllingu
Gnocchi fyrir alla sem elska ítalska matagerð
Fersk parmesan ostasósa sem passar með nánast öllu
Fersk sveppasósa sem gerir allan mat betri
Hér látum við fylgja uppskrift af Gnocci rétt sem enginn matgæðingur fæst staðið.
Gnocchi með kirsuberjatómötum, spínati og parmesan
Innihaldsefni
1 poki gnocchi frá Giovanni Rana
150 g kirsuberjatómatar, skornir til helminga
400 g spínat
1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn
10 basilíku lauf
sneiddur parmesan ostur
jómfrúar ólífuolía
salt og pipar
Aðferð
Bræðið smjör á pönnu, hitið pönnuna vel. Steikið gnocchi við háan hita með því að hræra reglulega þannig að allir hliðar steikist vel í uþb 4 mínútur.
Á sama tíma hitið olíu á annarri pönnu á miðlungs hita. Steikið hvítlaukinn þar til gullinbrúnn eða í 1-2 mínútur. Bætið tómötunum við og steikið þar til mjúkir eða í 3-4 mínútur. Bætið basilíkunni og spínatinu við, saltið og piprið eftir smekk. Að lokum fer gnocchi út í. Hrærið þessu varlega saman og steikið áfram í 1 mínútu á háum hita. Berið fram með ljúfengum parmeson osti.
Verði ykkur að góðu!