Það eru fjórar nýjar vörur frá Karli K Karlssyni sem lenda á hillum vínbúða í febrúar.
Títo’s Handmade Vodka, 70cl, 40%
- Títo´s er handgerður vodki frá Austin Texas.
- Vodkinn er framleiddur í smáum skömmtun og eimað í koparpottum af gamla skólanum.
- Uppgangur vörumerkisins Tito´s hefur verið ótrúlegur síðustu árin og er núna vinsælasti vodkinn í Bandaríkjunum.
- Ástæðan er fyrst og fremst vegna bragðgæða – hver einasti skammtur er smakkaður og kopareiminginn gefur sérlega hreint bragð.
Torres Vina Esmeralda rósavín, 75cl, 12,5%
- Torres Vina Esmeralda Rose er rósavín frá vínframleiðandanum Torres
- Það er föllaxableikt að lit, ósætt, með léttri fyllingu og ferskri sýru
- Vínið hentar vel í móttökur eða bara eitt og sér í góðra vina hópi. Það parast einnig vel með léttari mat s.s. salati, fiski, pizzu, pasta og ljósu kjöti.
- Best er að bera vínið fram kælt í 10-12°C. Vín við stofuhita þarf um það bil 2-3 tíma í kælingu.
Valdo Bio Prosecco, 75cl, 11%
- Lífrænt freyðivín frá Prosecco framleiðandanum Valdo
- Það er föllímónugrænt að lit, ósætt, með lítilli freyðingu og ferskri sýru.
- Tilvalið að bera fram við móttökur og aðra viðburði en hentar einnig vel með t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.
- Best er að bera vínið fram við 7-8°. Opnar flöskur skal geyma í ísskáp, en gott er að nota sérstakan freyðivíns-tappa til að loka flöskunni til að halda freyðingunni betur í flöskunni.
- Freyðivín er yfirleitt borið fram í freyðivínsglösum sem geta ýmist verið keilulaga eða skálarlaga. Keilulaga glösin henta betur til að halda freyðingunni lengur í glasinu. Ef freyðivínsglös eru ekki fyrir hendi er um að gera að nota bara hefðbundin hvítvínsglös.
Valdo Floral Edition, 75cl, 11,5%
- Rosé Brut Prosecco viðhafnarútgáfa frá Valdo.
- Ljósjarðarberjarautt að lit, ósætt með lítilli freyðingu og ferskri sýru.
- Tilvalið að bera fram við móttökur og aðra viðburði en hentar einnig vel með t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.
- Best er að bera vínið fram við 7-8°. Opnar flöskur skal geyma í ísskáp, en gott er að nota sérstakan freyðivíns-tappa til að loka flöskunni til að halda freyðingunni betur í flöskunni.
- Freyðivín er yfirleitt borið fram í freyðivínsglösum sem geta ýmist verið keilulaga eða skálarlaga. Keilulaga glösin henta betur til að halda freyðingunni lengur í glasinu. Ef freyðivínsglös eru ekki fyrir hendi er um að gera að nota bara hefðbundin hvítvínsglös.