Þróun í átt að sjálfbærni – Fair Trade, Fair For Life
Víngerð Miguel Torres í Chile varð árið 2013 fyrsta stóra víngerðin þar í landi til að öðlast Fair Trade vottun. Vottunina fengu þeir fyrir Santa digna línuna sína sem einmitt er seld hér á landi hjá Karli K. Karlssyni.
Miguel Torres Chile fékk þessa mikilvægu staðfestingu á hinni þekktu Santa digna línu og hefur þar náð markmiðum sínum í að stuðla að auknu jafnrétti í alþjóðlegum viðskiptum, sem og að veita viðskiptavinum sínum hágæða vöru sem er unnin samkvæmt skilyrðum um gagnsæi og virðingu milli fyrirtækisins og starfsmanna þess. Fyrirtækið hefur haft það að leiðarljósi að sýna frumkvæði og vera í stöðugri nýsköpun, sem og að sýna félagslega ábyrgð og umhyggju fyrir velferð þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu.
Fair Trade vottunin er sjáanleg á öllum flöskum í Santa digna línunni. Þar fá þá neytendur staðfestingu á því ferli sem fram fer við framleiðslu vínsins. Vottunin stendur fyrir það að Miguel Torres Chile hefur greitt sanngjarnt verð til bænda fyrir það hráefni sem þeir nota í vínið, hefur einnig tryggt starfsfólki sínu mannsæmandi lífskjör sem og hefur gert ráðstafanir til að varðveita umhverfið í öllu framleiðsluferlinu.
Hvernig fær fyrirtæki Fair Trade vottun?
Það eru þrír megin þættir sem Miguel Torres Chile þarf að fylgja til að öðlast þessa vottun. Í fyrsta lagi að borga sanngjarnt verð fyrir allt hráefni sem þarf í framleiðsluna. Einnig þarf að veita starfsfólki viðunnandi lífskjör. Svo í þriðja lagi að vernda umhverfið í öllu framleiðsluferlinu. Allir þessir þættir eru svo mældir og skoðaðir af IMO (Institute for Marketecology) í Sviss.
Sú hugmynd að stefna að Fair trade vottun varð sterkari eftir jarðskjálftan í Chile þann 27. febrúar 2010. Unnið hefur verið markvisst að þessu frá þeim degi. Þó er það nú þannig að Miguel Torres hefur unnið samkvæmt öllum þessum þáttum í mörg ár, eins og t.d. með því að borga sanngjarnt verð fyrir vínberin til þess að vernda bændurna og skapa jafnrétti í virðiskeðjunni. Haft er eftir Miguel Torres Maczassek, framkvæmdastjóra víngerðarinnar að settur hafi verið upp svokallaður Fair trade sjóður, en hluti af andvirði hverrar seldrar Santa digna flösku rennur í þann sjóð. Einnig hafa verið settar á laggirnar nefndir þar sem allir þeir samstarfsaðilar sem koma að framleiðslunni fá sinn fullrúa í. Hlutverk nefndanna verður svo að finna samfélagsleg verkefni sem fair trade sjóðurinn kemur til með að styrkja.
Miguel Torres Chile fær hluta af andvirði hverrar sölu sem svarar til 5% af kostaði við framleiðslu vörunnar og að auki 5% af kostnaði af beinni vinnu við vöruna. Þessi upphæð verður svo lögð beint inn í sjóð í eigu samtaka sem þessar nefndir eru aðilar að og þaðan verður peningunum dreift í samfélagsleg verkefni sem valin verða eins og til dæmis byggingu á skólum og kirkjum þar sem þess þarf.
Miguel Torres vinnur því áfram að vinna samkvæmt þeirri sannfæringu að gæði vöru felist ekki eingöngu í styrk vörumerkisins heldur einnig í allri umgjörð í kringum vöruna, og einnig því að ekki dugi að vera eingöngu samkeppnishæfur í verði heldur einnig á fair trade markaði.
Vinna Miguel Torres Chile í að bæta velferð starfsmanna sinna er langt í frá lokið og hefur nú þegar skilað sér í fækkun slysa meðal starfsfólks. Einnig hefur ríkari áhersla verið lögð á þjálfun starfsfólks af viðurkenndum eftirlitsaðilum.
Sem dæmi um samfélagsverkefni sem gerð hafa verið nú nýlega má nefna að hitakerfi var sett upp í barnaskóla í Monte Oscuro og keyptur var klæðnaður fyrir hóp slökkviliðsmanna í Casablanca.
Í dag eru seldar 5 tegundir af Santa Digna í verslunum vínbúða.
Endilega prófið þessi frábæru vín og látið gott af ykkur leiða í leiðinni.