Karl K. Karlsson og Bruggsmiðjan Kaldi hefja samstarf

Bruggsmiðjan, framleiðandi hins vinsæla Kalda bjórs frá Árskógsströnd og Karl K. Karlsson ehf hafa ákveðið að hefja samstarf um sölu og dreifingu bjórsins Kalda á veitingamarkaði.  Markmiðið er að efla þjónustu á Kalda bjór til viðskiptavina okkar þar sem áhersla er lögð á gæðavöru ásamt persónulegri þjónustu.

Kaldi er fyrsta „craft“ brugghúsið sem stofnað var á Íslandi og hefur verið allt síðan leiðandi sem slíkt með vinsælasta bjórinn.  Karl K. Karlsson sem starfar hefur á veitingamarkaði allt frá 1946 býður upp á fjölbreytt vöruval í bjór, léttvínum, sterku áfengi og margvíslegri matvöru.

 

Hér að neðan má sjá framkvæmdastjóra fyrirtækjanna fagna áfanganum á eina rétta mátann – með því að skála í Kalda!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð