Jólabjórar frá Ölvisholti Brugghúsi

Ölvisholt Brugghús sendir frá sér tvo bjóra fyrir þessi jól.

Annars vegar er það Tuttugu og fjórir. Er þar um að ræða Barley Wine af breskum aðalsættum með flóknum maltprófíl með miklu bragði þar sem karamellukeimur og þurrkaðir ávextir eru ekki langt undan. 24. var látinn þroskast í tönkunum í 5 mánuði við kjöraðstæður svo hann væri upp á sitt besta yfir hátíðirnar. Sá var nýverið valinn besti jólabjór á markaðnum af áltitsgjöfum Fréttatímans.

24-midi

Hins vegar er um að ræða Heims um bjór – hátíðaröl Ölvisholts. Ölið er maltríkt með karamellukeim og gerjað með belgísku geri sem gefur skemmtilegt kryddbragð. Að lokum er bætt við slettu af töfum jólanna til að fullkoman ölið.

hub-midi

 

Sala á jólabjór hefst í verslunum Vínbúða þriðjudaginn 15. nóvember en þeir sem geta ekki beðið svo lengi er bent á Bjórgarðinn, MarBar, Kalda Bar og Míkró Bar þar hann er nú fáanlegur á krana.

 

Uppfært 24.11.2016

 

Eins og alþjóð veit er sala á jólabjór hafin í verslunum Vínbúða.

Þeir staðir sem bjóða nú upp á jólabjór frá Ölvisholti á krana eru eftirfarandi:

Hótel Skógafoss (Heims um bjór)
City Park Hótel (Heims um bjór)
MarBar (Heims um bjór og 24.)
Bjórgarðurinn (Heims um bjór og 24.)
Hótel Rangá (Heims um bjór)
Kaldi Bar (Heims um bjór)
Míkróbar (Heims um bjór og 24.)

Einnig bjóða eftirfarandi staðir upp á jólabjór á flösku:

Big Lebowski
City Park Hótel
MarBar
Forréttabarinn
Helmmur Square
Hótel Búðir
Hótel Rangá
Hótel Natura
Íslenski Barinn
Karli Bar
KOL
Mundubúð
Ruby Tuesday Höfðabakka
Ruby  Tuesday Skipholti
Scandinavian
Vegamót
Ölstofa Kormáks og Skjaldar

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð