Hástökkvarinn í hópi minnstu fyrirtækjanna er Karl K. Karlsson sem í ár er í sæti 31 á listanum en var í sæti 71 á síðasta ári, stökkið er því stórt. Einkunn fyrirtækisins í ár er 4,26 en var 3,68 á síðasta ári.
Einkunnir fyrir alla lykilþættina hækka, margar mjög mikið. Einkunnir fyrir ímynd fyrirtækisins og fyrir þáttinn ánægja og stolt hækka mikið sem og einkunnir fyrir launakjör og starfsanda.
En stærsta breyting á milli áranna 2015 og 2016 er hvað varðar viðhorf til stjórnunar fyrirtækisins, einkunn fyrir stjórnun hækkar um rúmlega einn, fer úr 3,38 í 4,46.