Grilluð Svínarif Babyback með Gúrku, Epla & mangó Salati (fyrir 4)
Meistarakokkurinn Haddi deilir hér með lesendum gómsætum og sumarlegum rétti sem ávallt slær í gegn í grillpartýinu.
Hráefni
Grilluð Svínarif
4stk Babyback svínarif
50gr Engifer
100ml Soya Sósa
1stk Sítrónugras
50gr Engifer
50gr Púðursykur
Vatn
Salat
1stk Gúrka
1stk Mangó
1stk Grænt Epli
1stk Rautt Chili
5-6 Blöð Mynta
20ml Hrísgrjónaedik
1msk Hunang
30ml Ólífuolía
Salt & pipar
BBQ Sósa
1tsk Þurrkaðar Chilli flögur
250gr Tómatsósa
100gr Hunang
100gr Mirin
250gr Hrísgrjónaedik
100gr Púðursykur
250gr Sólblómaolía
1tsk Kúmenduft
1msk Vorcestershire sósa
350gr Vatn
5 Hvítlauksrif
Salt
Aðferð
Grilluð Svínarif
Setjið Rifin í pott ásamt söxuðu engifer, soya sósu, púðursykri & Söxuðu Sítrónugrasi.
Setjið vatn svo það fljóti yfir Rifin. Sjóðið í 1 ½ klst. Rólega
Takið rifin úr pottinum eftir suðu og setjið til hliðar
Á meðan Rifin eru í suðu gerið salatið og BBQ sósuna.
Salat
Skrælið Gúrkuna. Skerið hana eftir endilöngu í tvennt. Skerið aftur í tvennt & fjarlægið kjarnann.
Skerið í strimla.
Skrælið mangó & græn epli. Skerið í strimla
Skerið chili-ið í tvennt & fræhreinsið. Saxið fínt.
Saxið myntuna
Setjið allt í skál ásamt ediki, hunangi, olíu, salti & pipar.
BBQ Sósa
Setjið allt í pott ásamt söxuðum hvítlauksrifjum
Sjóðið niður til helmings.
Setjið í matvinnsluvél & Blandið saman
Grillið Svínarifin í 10 mín. Pennslið með BBQ sósunni.
Kryddið með salt & pipar, Borið fram með salati & BBQ Sósu



Rauðvínið Alots Ibercos Crianza frá Torres er vínið fyrir þessa grillveislu.
Ibericos Crianza kemur frá Rioja hérðaði á Spáni. Vínið lýsir sér í mjúkri og þéttri fyllingu, kirsuber og plómur með reyktum eikartónum sem að parast frábærlega með BBQ fýlingnum hér.