Grilluð bleikja með fennel & appelsínu salati (fyrir 4)

Meistarakokkurinn Haddi deilir hér með lesendum léttum og sumarlegum rétti sem auðvelt er að græja á sólríkum degi.

Innihald

Salat

1stk Fennel
1stk Appelsína
1stk Rautt Chili
3 Greinar Ferskt Kóríander
1msk Hrísgrjónaedik
1tsk Hunang
2msk Ólífuolía
Salt & Pipar

Gljái Fyrir Bleikju

50gr Púðursykur
100ml Vatn
100ml Appelsínusafi
30gr Engifer
1stk Stjörnuanis
1stk Hvítlauksrif

Bleikja

2 Flök af Bleikju meðalstór, roðlaus & beinlaus

Aðferð

Salat

Skerið Fennel fínt niður
Skrælið appelsínu & skerið í lauf
Fræhreinsið Chili-ið & Saxið fínt
Saxið Kóríander
Blandið öllu saman, ásamt ediki & hunangi. Kryddið til með Salt & Pipar.
Gljái fyrir Bleikju
Skrælið & skerið engifer í sneiðar
Kremjið Hvítlauk
Setjið allt innihald í pott og sjóðið í sýróp. Rólega.
Þegar tilbúið á að sigta það.

Bleikja

Grillið Bleikjuna í 1-2 mín á hvorri hlið. Fer eftir þykkt.
Penslið með sýrópi
Kryddið með salt & pipar
Setjið á disk ásamt salati.

Með bleikjunni hentar hvítvín frá Bolla einstaklega vel.

Bolla Pinot Grigio hvítvínið mun engan svíkja.

Vínið er einfalt og þægilegt og kemur frá Veneto svæðinu á Norður Ítalíu.
Vínið er þurrt með létta fyllingu, epli, sítrus og ferskir suðrænir ávextir sem leiða þig inn í sumarið.

Vínið fæst í verslunum Vínbúða

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð