Grillaður lax á sítróugrasspjóti með grillaðari vatnsmelónu & hundasúru skyrsósu (fyrir 2)

Grillaður lax á sítróugrasspjóti með grillaðari vatnsmelónu & hundasúru skyrsósu(fyrir 2)

Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur er óhræddur við að skella hinum ýmsu á grillið – Hér deilir hann með okkur lúffengum rétti með grilluðum laxi, og bætir svo melónu á grillið sem meðlæti.

Hráefni

Grilluð Melóna

2 sneiðar Vatnsmelóna, ca 1,5cm þykkt

Torres Ólívuolía

Grillaður Lax

400gr Lax, roðlaus

2 Sítrónugrasspjót

Torres Ólívuolía

1 lítil dós skyr, hreint

2msk hunang

50gr hundasúra (má vera basil, súra eða mynta)

½ rautt chilli, fínt saxað

2 greinar sítrónu timian

Börkur af ½ sítrónu

1 hvítlauksrif, rifið

Svartur pipar & salt

Aðferð

Grilluð Melóna

Setjið á ólívuolíu á vatnsmelónuna og grillið hana í 4-5 mín á hvorri hlið

Grillaður Lax

Takið laxinn og skerið í jafna bita

Takið sítrónugrasið og takið ysta lagið utan af, skerið svo í tvennt

Þræðið laxinn uppá sítrónugrasið

Blandið saman, Chilli, sítrónu timian, sítrónubörk, hvítlauk, 2msk ólívuolía & 1msk hunang. Notið sem marineringu á laxinn.

Maukið skyr, súru & hunang saman ásamt svörtum pipar & salti. (sósan)

Grillið laxinn í 2-3 mín á hvorri hlið

Borið fram með skyrsósu & salati

Þegar að laxinn er klár er hann borinn fram ofaná melónunni.

Moselland Ars Vitis frá þýskalandi er létt, sumarlegt og ferkst – Hentar einstaklega vel með þessum fríska grillrétti.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð