Grillaður Aspas & Halloumi Ostur Með Sítrus & Hunangs Vinaigrette (fyrir 4)

Grillaður Aspas & Halloumi Ostur Með Sítrus & Hunangs Vinaigrette (fyrir 4)

Meistarakokkurinn Haddi deilir hér með lesendum léttum og sumarlegum rétti sem auðvelt er að græja á sólríkum degi.

Innihald

Sítrus & Hunangs Vinaigrette

Safi af ½ Greipaldin
Safi af ½ Lime
1tsk Dijon Sinnep
100ml Ólífuolía
30gr Hunang
20ml Epla Edik
Salt & Pipar

Aspas & Halloumi Ostur

16stk Grænn Aspas
1stk Greipaldin
200gr Halloumi Ostur
8stk Jarðaber
Salt & Pipar

Aðferð

Sítrus & Hunangs Vinaigrette

Hrærið saman Dijon Sinnep, hunangi, Safa & ediki
Kryddið með salt & pipar
Pískið ólífuolíuna rólega saman við

Aspas & Halloumi Ostur

Veltið Aspas uppúr Ólífuolíu
Skrælið greipaldin & skerið í lauf
Skerið Halloumi ostinn í 8 sneiðar
Skerið jarðaberin í tvennt
Grillið Aspasinn í 2-3 mín. Kryddið með salt & pipar
Grillið Halloumi Ostinn í 2 mín á hvorri hlið. Kryddið með salt & pipar
Setjið á disk ásamt Greipaldin, jarðaberjum & skvettu af Vinaigrette

Laroche Rose La Chevaliere er tilvalið vín með þessum rétti.

Vínið er blómlegt og þurrt með jarðarberja og hinberjatónum sem fara vel með sumarskapinu. Vínið nýtur sín best við 10-12 gráður.

Vínið er fáanlegt í verslunun Vínbúða.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð