Gnocchi eða kartöflupasta er frábær nýjung á Íslandi. Gnocchi eru litlar bollur gerðar úr kartöflum sem eru stappaðar saman við hveiti og mótaðar í litlar kúlur eða skeljar. Gnocchi er mjög einfalt og fljótlegt að matreiða.  Fáðu ítalska stemningu heim í eldhúsið þitt með þessari einföldu uppskrift af gnocchi rétti.

 

Gnocchi með kirsuberjatómötum, spínati og parmesan

Innihaldsefni

1 poki       gnocchi frá Giovanni Rana

150 g        kirsuberjatómatar, skornir til helminga

400 g        spínat

1                 hvítlauksgeiri, smátt skorinn

10              basilíku lauf

sneiddur parmesan ostur

jómfrúar ólífuolía

smjör

salt og pipar

Aðferð

Bræðið smjör á pönnu, hitið pönnuna vel. Steikið gnocchi við háan hita, hrærið reglulega þannig að allar hliðar steikist vel í u.þ.b. 4 mínútur.

Á sama tíma hitið olíu á annarri pönnu á miðlungs hita. Steikið hvítlaukinn þar til gullinbrúnn eða í 1-2 mínútur. Bætið tómötunum við og steikið þar til mjúkir eða í 3-4 mínútur. Bætið basilíkunni og spínatinu við, saltið og piprið eftir smekk. Að lokum fer gnocchi út í pönnuna. Hrærið þessu varlega saman og steikið áfram í 1 mínútu á háum hita. Berið fram með ljúfengum parmesan osti.

 

Verði ykkur að góðu!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð