Fyllt Rana tortellini með parmaskinku & osti með kremaðri parmaskinkusósu (fyrir 2)
Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur ákvað að elta góða veðrið og skellti sér í ÚT að borða með hjólhýsið í eftirdragi. Þar er gott að slaka á, en óþarfi að slaka á gæðunum.
Hráefni
Pasta
1 poki Rana Tortellini með hráskinku og osti
Sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum
Sósa
1msk Torres Ólívuolía
50gr Smjör
1 stk Skallot laukur, fínt skorinn
1 stk hvítlauksgeiri, fínt skorinn
3stk kastaníusveppir, skorið í teninga
2 greinar steinselja, söxuð
100ml Hvítvín
250ml Rjómi
60gr Skorin parmaskinka
50-100gr Grænar Frosnar Ertur (eftir smekk)
50gr Spínat, Saxað
30gr Rifinn parmesan
Salt & svartur pipar
Aðferð
Pasta og sósa
Hitið Olíu & smjör í potti
Setjið Skallot lauk, Hvitlauk & Sveppi í pottinn, Steikið í 3 mín
Hellið hvítvíni yfir og sjóðið niður til hálfs
Setjið rjóma útí og sjóðið niður um helming
Setjið parmaskinkuna útí ásamt spínati, steinselju, parmesan & grænum ertum
Sjóðið í 1 mín og kryddið til með salt & pipar
Sjóðið pastað samkvæmt innihaldslýsingu
Þegar pastað er soðið setjið útí sósuna
Rífið parmesan yfir eftir smekk

Réttur sem auðvelt er að bera fram í útilegunni en gefur ekkert eftir í gæðum.
Inycon er með frábæra blöndu af Chardonnay og Pinot Grigio sem gefur létt og ferkt vín sem er ekki of sætt og hentar einstaklega vel þessum rétti.
