Grillaður ananas með grískri jógúrt myntusósu

Matreiðslumeistarinn Haddi kokkur deilir hér með lesendum uppskrift af himneskum rétt – Grillaður Ananas með Grískri Jógúrt Myntusósu. Hann er að sjálfsögðu með vínpörunina einnig á hreinu.

Hráefni

1stk Sætur Ananas

200gr Grísk Jógúrt

Rifinn börkur af einu Lime

5stk Fersk myntublöð. Söxuð

2msk Hunang

Safi af ½ Lime

50gr Kókos (Ristaður á pönnu)

Aðferð

Ananas

Skrælið Ananasinn

Skerið í 4 hluta. Takið Kjarnann úr

Skerið í jafnar sneiðar

Veltið uppúr Ólífu olíu

Jógúrt Myntu sósa

Blandið saman Jógúrt, Lime Börk, Lime Safa, Myntu & hunangi

Setjið til hliðar

Grillið ananas í 3-4 mín á hvorri hlið. Setjið á disk ásamt sósu. Stráið Ristuðum kókos
yfir. Skreytið með myntublaði

Með þessum rétt er tilvalið að fá sér Bava Moscato d’Asti. Vín sem er létt og ferkst, þar sem að sætan í víninu parast vel með við Ananasinn.

en_US