„Taste the Spirit of Louisiana“
Karl K. Karlsson hefur tekið til sölu nýtt romm sem kemur alla leið frá fenjasvæðum Louisiana fylkis í Bandaríkjunum. Um er að ræða vörumerkið Bayou, eitt mest spennandi vörumerkið í Bandarískri rommgerð þessa dagana. Þeir framleiða einungis handgert gæðaromm sem eimað er í hefðbundnum koparpotti þar sem aðeins 100% náttúrulegur, óunninn Lousiana reyrsykur er notaður til gerjunar.
Tvær bragðtegundir eru í boði.
Select – þetta klassíska dökka romm, sem sérstaklega er sniðið að smekk þeirra sem drekka viskí.
Silver – hvítt romm, frábært kokteilaromm. Tilvalið í klassíska drykki á borð við Daquiri eða Mojito.
Spiced (væntanlegt) – margverðlaunað romm hvers eiginleikar gera það tilvalið til blöndunar. Við framleiðsluna eru einungis notuð krydd sem ræktuð eru í Louisiana.