Vín vikunnar – Villa Maria Private Bin Chardonnay

Vín vikunnar hjá okkur að þessu sinni er Villa Maria Private Bin Chardonnay frá Ný-sjálensku víngerðinni Villa Maria.

Um birgjann: Villa Maria var komið á laggirnar árið 1961 þegar ungur eldhugi, George Fistonich, þá aðeins 21 árs gamall, leigði 5 ekrur af vínræktarlandi af föður sínum í Auckland héraði í Nýja Sjálandi. Ári seinna leit fyrsti árgangurinn dagsins ljós og síðan hefur vöxtur víngerðarinnar verið ör og núna framleiðir víngerðin vín í helstu vínhéruðum Nýja Sjálands; Auckland, Gisborne, Hawkes Bay og Marlborough. Áhersla Villa Maria hefur þó aldrei verið á magn heldur gæði, og hefur víngerðin hlotið flestar viðurkenningar allra Nýsjálenskra vínframleiðanda undanfarin 30 ár. Nú síðast var víngerðin í áttunda sæti yfir heimsins virtustu víngerðir árið 2018 samkvæmt lista Drinks International, og var þar efst Ný-sjálenskra víngerða fjórða árið í röð.

Fyrir utan háan gæðastaðal hefur víngerðin unnið mikið frumkvöðlastarf í nýsköpun og umhverfismálum. Snemma var tekin ákvörðun um að borga birgjum í samræmi við gæði þrúganna en ekki einungis samkvæmt magni og strax árið 2001 hætti fyrirtækið að nota korktappa og færði sig alfarið yfir í skrúfutappa, sem var umdeilt og þótti framúrstefnulegt á sínum tíma –  þó við höfum flest vanist tilhugsuninni um skrúfutappa í dag. Þá hefur fyrirtækið tekið þátt í verkefninu Sustainable Winegrowing New Zealand (SWNZ) frá því að því var komið á laggirnar árið 1995. Árið 2007 fékk fyrsta vínekra fyrirtækisins lífræna vottun og í dag er yfir 30% vínekra fyrirtækisins vottaðar lífrænar.

Um vínið: Þó Nýja-Sjáland sé alls ekki stærsta vínræktarland heimsins hafa vín frá landinu vakið verðskuldaða athygli meðal vínáhugamanna, líkt og fjallað var um á sérstökum þemadögum ÁTVR í fyrra.
Er þar Chardonnay þrúgan sérstalega nefnd, en vínið sem um ræðir þessa vikuna er einmitt af þeirri þrúgu. Í Gisborne héraði á austurströnd Nýja Sjálands, þar sem berin uxu, sér sjávarlofslagið til þess að berin þroskist hægt og verður niðurstaðan mikið en frískandi ávaxabragð, með keim af ferskju, sítrus og fíkjum. Í munni eru svo þessum brögðum gert hærra undir höfði með rjómakenndri áferð og ögn eikuðu yfirbragði.

Vínið nýtur sín vel eitt og sér, en parast frábærlega með öllum sjávarréttum, kjúkling og léttum forréttum.

Vínið er fáanlegt í Vínbúðum, nánar tiltekið í Kringlunni og Heiðrúnu.

Til að fá upplýsingar um tilboð á víni vikunnar getur þú skráð þig í vínklúbbinn okkar

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Innihald:

Skyldar fréttir

Spurðu sérfræðinginn

Spurðu sérfræðinginn
First

Viltu senda okkur skilaboð