Nú þegar að desember er genginn í garð er ekki úr vegi að benda á uppskriftir sem hún Berglind matarbloggari hefur útbúið fyrir okkur úr fersku ítölsku pasta frá Rana. Einn helsti kosturinn við ferskt pasta er hvað það er fljótlegt að útbúa, en suðutíminn er ekki nema nokkrar mínútur. Nú er um að gera að prófa og taka smá af Ítalíu heim í eldhúsið þitt. Þessi uppskrift er algjör uppáhalds!
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
fyrir 4
500 g tagliatelle frá RANA
8-10 sneiðar parmaskinka
1 poki rucola
1 box kirsuberjatómatar
1-2 msk balsamíkedik
250 ml rjómi
Pipar
- Raðið parmaskinkunni á ofnplötu með bökunarpappír og hitið í 200°c heitum ofni í um 5-6 mínútur.
- Takið úr ofni og skerið parmaskinkuna í munnbita. Hellið rjómanum í pott og bætið parmaskinkunni saman við. Leyfið að malla þar til rjóminn hefur þykknað örlítið.
- Stingið í tómatana með gaffli og skerið í tvennt. Setjið olíu á pönnu og steikið þá við meðalhita í 1-2 mínútur. Bætið balsamik olíu út á pönnuna og veltið tómötunum upp úr henni. Steikið í 3-4 mínútur. Takið til hliðar og geymið. Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkningu. Bætið pasta saman við parmaskinkurjómann, tómatana og klettasalat að eigin smekk. Blandið varlega saman og kryddið með pipar.